Nú þegar rúmur mánuður er síðan virkni greindist síðast í eldgosinu við Fagradalsfjall, svarar Sigurður Steinþórsson spurningu á Vísindavefnum um hversu stórt það hafi verið.
Sigurður segir að telja megi að gosið hafi verið langt en aðeins þrjú eldgos á 20. og 21. öld vörðu lengur. Hvað varðar rúmmál gosefna eru Geldingadalir neðarlega á lista.
Hvað meðalafl, eða rúmmetra á sekúndu, gossins snertir, er gosið í Geldingadölum raunar næstaftast á merinni.
Aðeins afl flæðigoss Heklu 1981 sem varði í viku, var minna.