Eva Hauks­dóttir, dóttir konu sem lést 19. októ­ber árið 2019 á Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja (HSS), efast um að mats­gerðir dóm­kvaddra mats­manna muni leiða til þess að rann­sókn á hendur lækni sem annaðist móður hennar verði felld niður. Grunur hefur beinst að til­efnis­lausum lífs­loka­með­ferðum tveggja lækna hjá HSS.

Lög­maður læknisins sem annaðist móður Evu hélt því fram í Frétta­blaðinu í gær að niður­staða mats­gerðanna væri þannig að hann teldi við­búið að mál gegn lækninum yrðu felld niður og rann­sókn hætt. Í mats­gerðunum segir að skráning læknis­með­ferða á Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja í tölvu­kerfum hafi verið með öðrum hætti en á öðrum sjúkra­stofnunum. Ekki hafi alltaf verið sam­ræmi milli skráninga í tölvu­kerfum og þeirra með­ferða sem í raun hafi verið veittar.

Lög­reglu­stjórinn á Suður­nesjum mun nú á­kveða næstu skref en mats­gerðirnar voru hluti af rann­sókn málsins. Mjög al­var­legar á­sakanir hafa komið fram og hefur verið fjallað um allt að sex til­vik þar sem grunur hefur beinst að því hvort sjúk­lingar hafi fengið á­stæðu­lausa lífs­loka­með­ferð. Em­bætti land­læknis hefur í á­lits­gerð gert fjöl­margar at­huga­semdir við störf að minnsta kosti annars þeirra tveggja lækna sem hafa verið til rann­sóknar.

Eva segir að niður­staða land­læknis sé sú, að með­ferð móður hennar hafi haft öll ein­kenni lífs­loka­með­ferðar. Þá skipti ekki máli hvernig mál séu skráð.
Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson

Eva Hauks­dóttir segist sjálf ekki hafa séð mats­gerðina. Hún sé þó ekki hissa á að hafa lesið í Frétta­blaðinu að skráningu hafi verið á­bóta­vant hjá HSS. Klúður hafi ein­kennt starf­semi stofnunarinnar, að minnsta kosti á deild móður hennar heitinnar.

„Niður­staða land­læknis er að með­ferð móður minnar hafi haft öll ein­kenni lífs­loka­með­ferðar. Þá skiptir ekki máli hvernig mál eru skráð,“ segir Eva.

Hún bætir við: „Við höfum séð hluti sem eru svo al­var­legir að það er full á­stæða til að lög­reglan á Suður­nesjum rann­saki þá frekar. Þetta er ekki allt einn mis­skilningur.“ Varðandi um­mæli lög­manns læknisins um að málinu hljóti nú að ljúka og rann­sókn verði hætt, segir Eva, sem sjálf er lög­maður, að það sé ekkert nýtt að lög­menn sak­borninga í al­var­legum saka­málum vilji að um­ræðan snúist um­bjóð­endum þeirra sem mest í hag.

„En mér finnst þetta fúlt vegna þess að ég veit hvernig í málinu liggur.“

Starfs­saga annars læknisins hefur í­trekað orðið frétta­efni. For­dæmdu margir þegar hann fékk starf hjá Land­spítalanum á sama tíma og málið var í rann­sókn. Í svörum Land­spítalans við fyrir­spurn Frétta­blaðsins um það hvort læknirinn muni aftur snúa til starfa á grunni mats­gerðanna segir að Land­spítalinn muni kalla eftir nánari kynningu á niður­stöðum mats­gerðanna. Læknirinn sem um ræðir er í leyfi.