Kúmen

Upp úr ösku hins sögu­fræga Stjörnu­torgs rís hin glæsi­lega mat­höll Kúmen. Þó að margir gráti enda­lok Stjörnu­torgs, þá er ekki hægt að segja annað en að Kúmen sé einkar flott og skemmti­leg mat­höll, sem stað­sett er í Kringlunni. Nafnið Kúmen hefur vakið mikla at­hygli, en Kúmen er kryddið sem má finna í kringlum. Skemmti­legt.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Grandi mathöll

Í Bakka­skemmunni við gömlu höfnina í Reykja­vík er að finna Granda mat­höll. Mat­höllin opnaði dyrnar árið 2018 og er hún sögð vera önnur mat­höllin sem var opnuð hér á landi. Þar má finna sjö fjöl­breytta veitinga­staði og ein­stak­lega fal­legt út­sýni yfir höfnina.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hafnartorg Gallery

Ný­verið var opnaður nýr á­fanga­staður fyrir alla þá sæl­kera sem vilja smakka það besta sem Reykja­vík hefur upp á að bjóða. Í hjarta Reykja­víkur er Hafnar­torg Gallery, þar sem fjöldi veitinga­staða og verslana er til húsa. Á­ætlun Hafnar­torgs Gallery er að vera mið­punktur mann­lífs í nýju borgar­rými, þar sem allir geta upp­lifað menningu og bragðað á góðum mat.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hlemmur mathöll

Það má segja að mat­hallar-æðið hafi byrjað í ágúst 2017, þegar glæ­ný og glæsi­leg níu veitinga­staða mat­höll var opnuð á Hlemmi. Hlemmur var áður fyrr ein af aðal­skipti­stöðvum Strætós og aðal­fé­lags­mið­stöð upp­rennandi pönkara sem héngu þar dags­dag­lega. Í dag er að finna þar mat­höll sem sækir inn­blástur í hinar rómuðu evrópsku mat­hallir.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Pósthús Foodhall

Ein allra glæsi­legasta mat­höll landsins opnaði dyr sínar fyrir lands­mönnum ný­verið á einu frægasta horni mið­borgarinnar. Póst­hús Foodhall er opin og skemmti­leg mat­höll sem er stað­sett í hjarta Reykja­víkur og hefur hún nú þegar slegið í gegn. Í Póst­húsi er að finna fjöl­breytta flóru veitinga­staða, því ættu allir að finna eitt­hvað við sitt hæfi.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Höfði mathöll

Árið 2019 var í efri byggð borgarinnar opnuð mat­höll á Höfða. Það var tals­verð spenna meðal þeirra sem vinna á svæðinu, en fjöldi fyrir­tækja er með starf­semi sína á svæðinu. Tíu veitinga­staði má finna í Höfða, sem er oftar en ekki smekk­full af svöngum gestum.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Vera mathöll

Há­skóla­nemar glöddust mikið þegar fréttir bárust af mat­höll í Grósku hug­mynda­húsi í Reykja­vík. Vera er opin og björt mat­höll þar sem góðan mat er að finna, enda eru átta veitinga­staðir með starf­semi þar. Einnig er hægt að mæta á skemmti­lega við­burði, líkt og uppi­stand og tón­leika í þessari fjöl­breyttu mat­höll.

Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Mjólkurbúið

Mat­hallir eru ekki bundnar við höfuð­borgina og á­kveðið var að koma einni slíkri fyrir í nýjum mið­bæ Sel­foss í fyrra. Mat­höllin er stað­sett í endur­reistu Mjólkur­búi Flóa­manna, sem var byggt árið 1929, en rifið að­eins 25 árum síðar. Í Mjólkur­búinu er að finna tíu veitinga­staði, sem Sel­fyssingar og aðrir gestir geta notið matar á.

Mathöll Vesturlands

Þessa perlu er að finna í B59 Hotel í Borgar­nesi, en um vin­sælan ferða­manna­stað er að ræða. Mat­höll Vestur­lands opnaði dyr sínar fyrir al­menningi í sumar og þar er að finna sex ein­staka veitinga­staði sem gleðja Borg­nesinga sem og aðra gesti.

Gróðurhúsið

Í Hvera­gerði má finna Gróður­húsið, sem er ein allra flottasta mat­höll landsins. Eins og allir vita er Hvera­gerði þekkt sem Blóma­bærinn og því kom ekki annað til greina en að hafa alls kyns gróður sem inn­blástur mat­hallarinnar. Fjöl­breytta starf­semi er að finna í húsinu, en á­samt mat­höll er þar að finna verslanir, matar­markaði og ís­búð.

Aðsend mynd

Borg29

Í Borgar­túni, sem oft hefur verið kallað fjár­mála­mið­stöð Ís­lands, er að finna mat­höllina Borg29. Mat­höllin hóf starf­semi sína í apríl 2021, en þar er að finna fjöl­breytt úr­val veitinga­staða sem henta hvort sem þú ert að grípa þér mat í flýti eða mæta með góðum vinum og eiga nota­legt kvöld.

Fréttablaðið/Valli

Stjörnutorg

Sú sem byrjaði þetta allt. Allir Ís­lendingar þekktu Stjörnu­torg, sem var starf­rækt í 23 ár. Þarna komu saman allir hópar sam­fé­lagsins og snæddu á hinum ýmsu dýrindis veitinga­stöðum sem torgið hafði upp á að bjóða. Staðir líkt og Rikki Chan, Serra­no og Subway verða á­fram opnir á Kúmen, en landinn mun alltaf eiga sínar ó­gleyman­legu minningar af Stjörnu­torgi.

Fréttablaðið/Ernir