Ekki hef­ur ver­ið mark­tæk fjölg­un á fjöld­a kam­fý­lób­akt­er- og salm­on­ell­u­til­fell­a í fólk­i í Evróp­u mill­i ár­ann­a 2015 og 2019, þar með tal­ið á Ís­land­i. Kam­fý­lób­akt­er er enn lang al­geng­ast mat­ar­born­i sjúk­dóms­vald­ur­inn í álf­unn­i, þar með tal­ið á Ís­land­i. Þett­a kem­ur fram í skýrsl­u Mat­væl­a­ör­ygg­i­stofn­un­ar Evróp­u (EFSA) og Sótt­varn­a­stofn­un Evróp­u.(ECDC) fyr­ir árið 2019.

Um er að ræða ár­leg­a sún­u­skýrsl­u stofn­an­a en sún­u­sjúk­dóm­ar kall­ast þeir sem smit­ast beint eða ó­beint mill­i dýra og mann­a. Þar eru tekn­ar sam­an töl­ur um skráð sún­u­til­fell­i og í hvað­a land­i og dýr­a­teg­und­um og mat­væl­um sún­u­vald­ar hafa fund­ist. Fjöld­inn hef­ur, sam­kvæmt skýrsl­unn­i, ver­ið stöð­ug­ur á þeim árum sem skýrsl­an tek­ur til í 36 lönd­um, þar á með­al Ís­land­i.

Kamp­ý­lób­akt­er helsti sjúkdómsvaldurinn

Kamp­ý­lób­akt­er er á­fram sá sjúk­dóms­vald­ur sem veld­ur flest­um skráð­um mat­ar­born­um sjúk­dóm­um. Alls voru 220.682 kamp­ý­lób­akt­er­til­fell­i skráð árið 2019 í Evróp­u. Það sam­svar­ar tveim­ur þriðj­u hlut­a skráðr­a til­fell­a. Salm­on­ell­a fylg­ir þar á eft­ir með alls 87.923 til­fell­i að því er seg­ir í til­kynn­ing­u frá Mat­væl­a­stofn­un.

Mill­i 2018 og 2019 fækk­að­i skráð­um mat­ar­born­um sjúk­dóms­hrin­um um 12,3 prós­ent. Salm­on­ell­a er enn helst­a or­sök mat­ar­bor­inn­a sjúk­dóms­hrin­a og eru egg enn al­geng­ast­a upp­sprett­a salmonellu. Mat­ar­bor­in sjúk­dóms­hrin­a er þeg­ar að minnst­a kost­i tveir veikj­ast eft­ir að hafa borð­að sömu mat­væl­i.

Egg eru helst­a upp­sprett­a salm­on­ell­u­sýk­ing­a.
Frétt ehf/Gunnar V. Andrésson

Síð­ust­u fimm ár hafa lis­ter­í­u­til­fell­i hald­ist nokk­uð stöð­ug. Þau voru inn­an við 1% allr­a mat­ar­sýk­ing­a í Evróp­u árið 2019, alls 2.621 til­fell­i. Lis­ter­í­a veld­ur nán­ast aldr­ei sjúk­dóm­i hjá full­frísk­u fólk­i þó svo það neyt­i mat­væl­a sem eru meng­uð af bakt­er­í­unn­i. Fólk í á­hætt­u­hóp­i, til að mynd­a aldr­að­ir, barns­haf­and­i kon­ur, ó­fædd og ný­fædd börn og ein­staklingar með skert ó­næm­is­kerf­i, geta þó veikst al­var­leg­a. Af þeim sem veikt­ust al­var­leg­a af lis­ter­í­u í Evróp­u voru lagð­ir 92 prós­ent inn á sjúkr­a­hús og 17,6 lét­ust.