Í ný­legum verð­saman­burði, sem Verita­bus gerði milli Ís­lands, Bret­lands, Sví­þjóðar og Frakk­lands, kom fram að mat­vara á Ís­landi er mun dýrari en í ná­granna­löndum okkar.

Mestur var munurinn milli Bret­lands og Ís­lands, en matar­karfan var 38 prósentum ó­dýrari í Tesco en í Krónunni.

Nú hefur Verita­bus fram­kvæmt sömu verð­könnun á Spáni og matar­karfan í verslana­keðjunni Mer­ca­dona er 75 prósentum ó­dýrari en í Krónunni. Mjólkur­vörur eru næstum 90 prósentum dýrari hér á landi, kjöt 116 prósentum og brauð 80 prósentum.

Krónan er notuð til við­miðunar vegna þess að hún var ó­dýrasta verslunin í könnuninni hér á landi. Kannað var verð í net­verslunum, en Bónus er ekki með net­verslun.

Verita­bus spáir því að vísi­tala neyslu­verðs hér á landi hækki um eitt prósent milli mánaða. Gangi það eftir nemur hækkun vísi­tölunnar síðustu tólf mánuði 8,3 prósentum.

Bæði Ís­lands­banki og Lands­bankinn spá nokkru meiri hækkun vísi­tölunnar.

Hækkunin er drifin af hækkunum á leigu og reiknaðri húsa­leigu, mat­vöru og elds­neyti. Að mati Verita­bus hækkar hús­næði, hiti og raf­magn um 1,4 prósent milli mánaða, eða 12,7 prósent síðustu tólf mánuði. Ferðir og flutningar hækka um 2,7 prósent milli mánaða og 11,8 prósent á síðustu tólf mánuðum.

Þá hækka matur og drykkjar­vörur um 0,7 prósent milli mánaða og átta prósent síðustu tólf mánuði.

Hag­stofan birtir vísi­tölu neyslu­verðs á morgun.