Á ár­legum lista sem ferða­vefurinn Tripa­dvis­or gerir og kallast „Top overall experiences“ eða „Bestu upp­lifanirnar“ á ís­lensku, má finna Reykja­vík Food Walk.

Reykja­vík Food Walk er skipu­lögð hóp­ferð þar sem ferða­menn ferða­menn ganga um Reykja­vík og smakka rétti á helstu veitinga­stöðum mið­borgarinnar með leið­sögu­manni. Reykja­vík Food Walk stendur í sjöunda sæti listans.

Aðrar upp­lifanir sem sjá mátti á listanum voru fjór­hjóla­ferð um eyði­merkur við Dúbaí, báts­ferð um síki Amsterdam, göngu­ferð um Honolulu stærstu eyju Hawa­ii og fjöl­margt annað.

Listann má sjá í heild sinni hér.