Mat­væla­stofnun hefur lokið rann­sókn sinni á með­ferð hryssna við blóð­töku, sem fram kom í mynd­bandi sem dýra­verndar­sam­tökin Animal Welfare Founda­tion (AWF) og Tierschutz­bund Zürich (TBZ) gerðu opin­bert á vef­miðlinum YouTu­be þann 22. nóvember 2021.

Í til­kynningu frá stofnuninni kemur fram að hún hafi vísað málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja til lög­reglu til frekari rann­sóknar og að­gerða.

„Með bréfi til ofan­greindra sam­taka, óskaði Mat­væla­stofnun eftir upp­lýsingum um hvar og hve­nær mynd­böndin hafi verið tekin upp auk þess sem óskað var eftir ó­klipptu mynd­efni til að nota við rann­sóknina. Sam­tökin svöruðu með opnu bréfi þann 1. desember 2021 þar sem þau höfnuðu að af­henda ó­klippt efni og til­greina töku­staði en gáfu upp töku­daga mynd­bandsins,“ segir í til­kynningunni.

Þá kemur fram að sér­fræðingar Mat­væla­stofnunar hafi farið ítar­lega yfir mynd­bandið og greint þau at­vik sem talin eru brjóta í bága við lög um vel­ferð dýra og metið á­hrif þeirra á hryssurnar.

Kemur fram að rann­sókn stofnunarinnar hafi enn fremur leitt í ljós hvar at­vikin áttu sér stað og hvaða fólk átti hlut að máli.

„Við rann­sóknina leitaði stofnunin eftir skýringum og af­stöðu fólksins til þess sem fram kemur í mynd­böndunum. Eins og áður segir hefur stofnunin ekki að­gang að ó­klipptu mynd­efni sem tak­markar mögu­leika hennar á að meta al­var­leika brotanna og gerir stofnuninni því ó­kleift að rann­saka málið til fullnustu.“