Mat­væla­stofnun (MAST) hefur kært til lög­reglu al­var­lega van­rækslu á búfé á naut­gripa- og sauð­fjár­búi á Vestur­landi.

Í til­kynningu frá MAST kemur fram að um sé að ræða eitt um­fangs­mesta og al­var­legasta dýra­vel­ferðar­mál sem komið hefur upp hér á landi en á þriðja tug naut­gripa, um 200 fjár og fimm hænur drápust eða voru af­lífuð vegna skorts á fóðri og brynningu.

Fram kemur í til­kynningunni að af bænum hafi verið teknar um 300 kindur og þeim komið í vörslu annars staðar. Þar hefur þeim verið tryggð fóðrun og um­hirða en unnið er að ráð­stöfun þeirra.

Þá hefur bóndanum verið bannað allt dýra­hald þar til dómur fellur. Búið hefur þrisvar sinnum fengið eftir­lits­heim­sókn frá Mat­væla­stofnun á síðast­liðnum sex árum. Í til­kynningu segir að í heim­sóknunum hafi ekki komið fram al­var­leg frá­vik við fóðrun eða að­búnað.

Síðasta reglu­bundna skoðun fór fram vorið 2021.

Málið er nú til rann­sóknar hjá lög­reglunni á Vestur­landi. Öllum hræjum hefur þegar verið fargað á viður­kenndum urðunar­stað.