Borgar­full­trúar Sjálf­stæðis­flokksins, Hildur Björns­dóttir og Marta Guð­jóns­dóttir, gefa lítið fyrir gagn­rýni Kristínar Dýr­fjörð leik­skóla­kennara og dósents við Há­skólann á Akur­eyri um hug­mynd Sjálf­stæðis­flokksins í borginni um að leysa leik­skóla­vandann með því að færa fimm ára leik­skóla­börn í grunn­skóla. Þannig opnist fyrir um­sóknir 12 mánaða í leik­skóla. Marta og Hildur segja Kristínu vís­vitandi þvæla málinu en segjast opnar fyrir öllum sam­tölum við fólk sem leitar lausna á leik­skóla­vandanum og fagna um­ræðunni.

Þetta kemur fram í svari Mörtu og Hildar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins til þeirra.

Gagn­rýni Kristínar snýr í megin­dráttum að því að menning og hug­mynda­fræði leik­skólans lifi það ekki af að vera flutt upp í grunn­skólann. „Þar er menning sem er mjög sterk og leik­skóla­starfið er jaðar­menning í því sam­hengi. Þegar jaðar­menning kemur inn í sterka menningu leik­skólans þá haggast jaðarinn til en ekki miðjan,“ sagði Kristín sem er ekki bjart­sýn á að hug­mynd sjálf­stæðis­manna geti gengið upp.

Marta, sem hefur ára­langa reynslu af kennslu, í­trekar í sam­tali við Frétta­blaðið að í fimm ára bekknum væri kennsla á for­sendum leik­skólans. „Það er ekkert sem segir að með því að flytja börn á milli bygginga stefni það skóla­starfi í hættu. Full­yrðingar um annað eru bara til að þvæla málinu. Grunn­þættir menntunar eru þeir sömu í aðal­nám­skrá grunn – og leik­skóla og eiga að fléttast inn í allt nám nem­enda. Fimm ára bekkur í grunn­skóla tæki þannig mið af blönduðu kerfi þar sem stuðst yrði við kennslu­að­ferðir beggja skóla­stiga. Í fimm ára bekk yrði grunnurinn sem áður nám í gegnum leik,” segir Marta og nefnir að löngu tíma­bært sé að upp­hefja leik­skóla­starfið. Fjöldi rann­sókna sýni að mikil­vægt sé að leikur sé notaður sem kennslu­að­ferð fyrir ung börn.

„Það ætla sér margir að leysa mönnunar­vandann en enginn annar hefur sýnt hug­rekkið til að ræða á­þreifan­legar lausnir.”

Hildur segir mikil­vægt að horfa heild­stætt á skóla­kerfið, allt frá leik­skóla yfir í grunn­skóla. Mikil tæki­færi geti falist í því að hefja grunn­skólann fyrr, en færa kennslu­að­ferðir leik­skólans í auknum mæli inn í grunn­skólann. Með því að hefja grunn­skóla­gönguna ári fyrr sé jafn­framt orðið raun­hæft að tryggja öllum börnum leik­skóla­pláss við tólf mánaða aldur. „Þannig þyrfti ein­göngu að manna fjór­tán ár­ganga í skóla­kerfinu í stað fimm­tán. Það er raun­veru­leg lausn á mönnunar­vandanum, ekki innan­tómt orða­gjálfur. Það ætla sér margir að leysa mönnunar­vandann en enginn annar hefur sýnt hug­rekkið til að ræða á­þreifan­legar lausnir,” segir Hildur. Víða er­lendis hefjist grunn­skólinn við fimm ára aldur og í flestum saman­burðar­löndum út­skrifist ung­menni úr fram­halds­skóla við 18 ára aldur.

„Breytingin gæti tryggt aukið sam­keppnis­hæfi ís­lenskra ung­menna og verið gæfu­spor ef unnið á fag­legum for­sendum.”

Vill hækka laun kennara og bæta að­búnað

Marta nefnir einnig að við þessa breytingu muni skóla­ganga leik- og grunn­skólans styttast um eitt ár. „Slíkar breytingar hefðu í för með sér feyki­legan sparnað. Þær spara nemandanum heilt ár. En Reykja­víkur­borg myndi spara um fjóra milljarða á ári. Þá fjár­muni mætti nýta til að bæta veru­lega launa­kjör leik- og grunn­skóla­kennara, bæta kennslu­búnað og starfs­að­stæður nem­enda og kennara og yfir­leitt gera góða leik- og grunn­skóla borgarinnar enn betri,” segir hún.