Kínverski Marsjeppinn Zhurong hefur tekið fyrstu sjálfuna á Mars. Zhurong lenti á plánetunni rauðu í maí og vonast er til að hann afli upplýsinga og taki myndir í um 90 Mars-daga en sólarhringur þar er 37 mínútum lengri en á jörðinni.
Zhurong setti þráðlausa myndavél á yfirborðið og ók síðan smáspöl í burtu og smellti af sjálfunni. Til hliðar við jeppann á myndinni er lendingarpallurinn sem hann kom með á yfirborðið. Báðir eru rækilega merktir Kína með áberandi fánum.
Síðan tók Zhurong mynd af pallinum og þar sést rampurinn sem jeppinn ók niður til að komast á yfirborðið. Á þriðju myndinni sem kínverska geimferðarstofnunin hefur birt sést útsýnið yfir Utopia Planatia, landsvæðið þar sem jeppinn lenti.
Zhurong er 240 að þyngd or er búinn, auk myndavéla, búnaði til að rannsaka steina og umhverfið á Mars.

