Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra vill að stjórn­völd marki sér stefnu í því að sporna við of­beldis­málum. Þetta sagði hún í við­tali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Síðustu vikur og mánuði hafa mál­efni þol­enda og ger­enda í of­beldis­málum verið mikið á milli tannanna á fólki í sam­fé­laginu. Katrín segir þá tíma sem við lifum nú í þessum málum á­huga­verða: „Við erum stödd í merki­legu, sögu­legu upp­gjöri. Í raun og veru alveg frá því að þessi fyrsta MeT­oo hreyfing fer af stað, þá höfum verið stödd í gríðar­legri deiglu þar sem þol­endur hafa verið að stíga fram, sem í raun og veru var dá­lítið eins og á­fall fyrir okkur og aðrar þjóðir líka þar sem svipaðar hreyfingar stigu fram,“ segir Katrín.

Viðhorfin að breytast

Hún segir jafn­framt að þrátt fyrir að ýmis­legu hafi verið á­orkað, þá er björninn ekki unninn.

„Við höfum búið við það að þol­endur svona brota, það hafi yfir­leitt verið þeirra ör­lög að hverfa frá á sínum vinnu­stað eða úr því um­hverfi þar sem brotin voru framin. Eins og að þol­endur hafi verið vanda­málið.

Þessi við­horf eru dá­lítið að breytast. Þessar af­leiðingar voru fyrst og fremst þol­enda­megin, nú auð­vitað er þetta að breytast,“ sagði Katrín enn fremur.

Hún hélt á­fram: „Við verðum að sætta okkur við að þetta mun taka svo­lítinn tíma, en stjórn­völd hafa verið að gera ýmis­legt. Bæði hvað varðar til dæmis staf­rænt kyn­ferðis­of­beldi og um­sátursein­elti.“

Þá lagði hún sjálf fram for­varnar­á­ætlun, um for­varnir gegn kyn­ferðis­legu og kyn­bundnu of­beldi og á­reitni. Mikil var um þá á­ætlun og var hún sam­þykkt í þinginu þvert á flokks­línur: „Hugsunin er sú að við þurfum að fara ræða rót vandans. Af hverju búum við í sam­fé­lagi þar sem við erum með ger­endur og þol­endur?“

Gerendur hætti að beita ofbeldi

Hún hélt á­fram: „Oftar eru við að sjá drengi vera að beita stúlkur of­beldi. Hverjar eru á­stæðurnar og hvernig getum við rætt þetta án þess að drengirnir hrökkvi í vörn. Þetta er úr­lausner­efni og þða er margt sem hefur haft á­hrif í þessu. Það er rosa­legt á­reiti á yngri kyn­slóðir um á­kveðna hegðun og að eitt­hvað sé eðli­legt, sem er auð­vitað bara ekki eðli­legt,“ sagði Katrín.

Hún segir stjórn­völd geta lagt meira til þess að sporna við of­beldis­málum:

„Við byrjuðum nú eigin­lega á því [að leggja fjár­muni til mála­flokksins], það voru fyrstu við­brögð okkar eftir MeT­oo. Það voru settir við­bótar­fjár­munir og sér­stök á­ætlun gerð til þess að geta betur tekið á rann­sókn slíkra brota. Var nóg að gert? Nei, það var eigin­lega niður­staðan, bæði að það þyrfti að ráðast í réttar­bætur […] og annað mál sem skiptir máli, það er ekki bara lög­gjöfin heldur einnig þessi fé­lags­legi stuðningur sem þarf að veita þol­endum eftir brotin. Svo eru það for­varnirnar,“ segir Katrín.

Lang­tíma­mark­miðið er að ger­endur hætti að beita of­beldi: „Þessi til­laga var sam­þykkt og gildir 2021-2025. Við munum ekkert sjá árangur af þessu strax, en það er alveg gríðar­lega mikil­vægt fyrir okkur stjórn­mála­mennina að hugsa ekki bara um það sem við getum gert núna, þó að það sé mjög mikil­vægt, heldur líka að reyna horfa til lengri tíma. Hvernig við ætlum að taka á þessu þannig að ger­endur hætti að beita of­beldi. Það er mark­miðið,“ sagði Katrín.