Sam­stöðu­fundur með hin­segin sam­fé­lagi Osló og kröfu­fundur um að­gerðir á Ís­landi var haldinn rétt í þessu á Austur­velli undir yfir­skriftinni „Sýni­leikinn er sterkasta vopnið“.

Að fundinum stóðu Hin­segin­leikinn í sam­starfi við Inter­sex Ís­land, Q – fé­lag hin­segin stúdenta, Hin­segindagar og Kiki Qu­eer Bar.

María Rut Kristins­dóttir, stofnandi Hin­segin­leikans á­samt eigin­konu sinni Ingi­leif Frið­riks­dóttur, hélt ræðu á fundinum þar sem hún sagðist ekki hafa átt nein orð þegar hún frétti af á­rásinni á laugar­dag.

„Ég fann bara fyrir van­mætti, ótta og sorg. Það var ráðist á okkur. Ekki með orðum, ó­við­eig­andi at­huga­semdum eða kerfis­lægum ó­þægindum, heldur byssu­kúlum.“

Ég fann bara fyrir van­mætti, ótta og sorg. Það var ráðist á okkur. Ekki með orðum, ó­við­eig­andi at­huga­semdum eða kerfis­lægum ó­þægindum, heldur byssu­kúlum.

Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli til að sýna hinsegin fólki í Osló samstöðu.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Tveir látnir og yfir tuttugu særðir

Tveir létust í skot­á­rás á hin­segin skemmti­staðnum London Pub í mið­bæ Osló síðasta laugar­dag og yfir tuttugu manns særðust. Á­rásar­maðurinn, 42 ára maður af írönskum upp­runa, var hand­tekinn skömmu síðar af lög­reglu og situr nú í gæslu­varð­haldi.

Mark­mið sam­stöðu­fundarins er einnig að krefjast að­gerða af hálfu stjórn­valda til að stemma stigu við of­beldi og hatur­s­orð­ræðu gegn hin­segin fólki hér á landi. Að sögn skipu­leggjanda hefur frétta­flutningur síðustu vikna „því miður sýnt svart á hvítu að slíkt hefur færst í aukana“.

María Rut kveðst sjálf upp­haf­lega hafa hugsað að „svona nokkuð myndi aldrei gerast á Ís­landi“ en nú sé ljóst að réttindi hin­segin fólks séu í mjög við­kvæmri stöðu.

„Bak­slagið er raun­veru­legt. Hatrið og fá­fræðin eru í veldis­vexti. Mann­réttindi rakna upp og regn­boga­fáninn fjarar út í mistri um leið og við sleppum tökunum. Við sjáum það í Noregi, Sví­þjóð, Banda­ríkjunum, Pól­landi, Eng­landi, Ung­verja­landi og víðar. En við sjáum það því miður líka hérna á Ís­landi. Þar sem hin­segin­leikinn verður hægt og bítandi að ógn við aðrar hug­myndir um hvað við eigum að vera,“ segir María.

Haldin var mínútu þögn til minningar um hina látnu og særðu í árásinni í Osló.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Hin­segin­fræðsla verði aukin til muna

Að sögn Maríu er bak­slagsins þegar farið að gæta í réttindum hin­segin fólks hér á landi og segir hún tíma til kominn að mæta því.

„Ef Ís­land á að heita öruggur staður, ef Reykja­vík á að heita hin­segin para­dís, þá þarf hin­segin fólk að geta gengið um göturnar án þess að óttast um líf sitt. Þá þarf að meta mátt orða og or­saka­sam­hengis á milli orða og gjörða.“

Ein af kröfum fundarins er sú að hin­segin­fræðsla verði aukin til muna í sam­fé­laginu öllu og að til­lögur um aukin fjár­út­lát til hin­segin­fræðslu í gegnum Sam­tökin ‘78 fyrir börn í skólum, kennara, for­eldra og alla aðra verði lagðar fram á vegum al­þingis og sveita­stjórna.

María Rut segir að skyldu hin­segin fólks að standa vörð um réttindi sín:

„Horfið í kringum ykkur. Við höfum sýnt það í verki hér í dag hvers við erum megnug, að koma saman í sam­stöðu, með gleði okkar og sorg. Með ást okkar og von og hug­rekki og kjark. Það var ráðist á okkur. En við erum ekki að fara neitt. Við erum hér og við erum saman. Við ætlum ekki að leyfa hatrinu að sigra. Við förum ekki í felur, og við látum ekki þagga niður í okkur.“

Ef Ís­land á að heita öruggur staður, ef Reykja­vík á að heita hin­segin para­dís, þá þarf hin­segin fólk að geta gengið um göturnar án þess að óttast um líf sitt.

Skipuleggjendur fundarins segja að bak­slags sé þegar farið að gæta í réttindum hin­segin fólks hér á landi.
Fréttablaðið/Sigtryggur Ari