„Það fyrsta sem ég gerði til að draga úr streitu var að segja upp í fluginu. Ég starfa því ekki lengur sem flugfreyja þar sem álagið var alveg að sliga mig enda ekkert fancy starf eins og margir halda,“ segir María Gomez áhrifavaldur og matarbloggari í samtali við Fréttablaðið eftir að hún tjáði sig á samfélagsmiðli sínum Paz um að hún hafi brunnið út eftir sumarstarf sem flugfreyja hjá Icelandair.

Lengri vinnuvika í stað styttingar

María segir gríðarlegt álag vera á flugfreyjum eftir að nýjir kjarasamnigar tóku gildi og nefnir þar lengri vinnuviku á meðan aðrar stéttir fá samninga um styttingu vinnuvikunnar.

Þá eiga flugfreyjur eingöngu rétt á einu öruggu helgarfrí í mánuði upplýsir María.

„Mér fannst erfiðast að missa nánast af öllum stundum með fjölskyldunni og vera alltaf fjarverandi, auk þess sem álagið var gríðarlegt. Mér fannst erfitt að missa af stundum með börnunum mínum fjórum og litla barnabarninu mínu sem þroskast svo hratt núna fyrsta árið.

Ég tek ofan af fyrir öllum ungum mæðrum sem starfa við þetta með pínulítil börn heima,“ segir María.

Að sögn Maríu geta utanaðkomandi aðilar ekki áttað sig á þessu vinnuumhverfi nema hafa prófað það af eigin raun.

„Það er svo skrítið að ég fann ekki fyrir þessu fyrr en eftir að ég var hætt hvað ég var í mikilli streitu. Maður gengur á einhverju adrenalíni allan daginn, þú í raun aðlagar þig eins og kameljón fyrir hvert flug þar sem samstarfsfélagar eru misjafnir með hlutina og rútínu hver á sinn hátt sem getur tekið andlega á.

Síðan ertu í sparifötum með hárið í hnút allan daginn, það er ekkert afslappað við þetta,“ segir María.

María tekur það fram að hún hafi átt frábært samstarfsfólk.
Mynd/Aðsend

Dáist að þeim sem starfa sem flugfreyjur í tugi ára

María tekur það fram að hún sé eingöngu að tala fyrir sig sjálfa og að hún vilji ekki skemma fyrir öðrum sem vilja mögulega láta gamlan draum rætast.

„Mig langar að taka fram að þetta er mín upplifun og ég er ekki að gera lítið úr þeim sem vinna þetta starf, enda dáist ég að þeim konum og körlum sem vinna þarna áratugum saman.

Þetta hentar sumum en öðrum ekki en mér finnst alveg í lagi að segja frá öllum hliðum starfins því það virðist sem það sé alltaf baðað einhverjum dýrðarljóma,“ segir María sem fer fögrum orðum um fyrrum samstarfsfélaga sína.

Aðspurð hvernig hún hafi fengið þessa miklu innsýn eftir stuttan tíma hjá fyrirtækinu segir María að hún viti meira en fólki grunar.

„Það voru margir sem trúðu mér fyrir alls kyns hlutum í vinnunni. Margir eru afar leiðir og miður sín hvernig væri búið að fara með flugfreyjustéttina en enginn þorir að segja sína skoðun upphátt,“ upplýsir María og segir þau samtöl hafi tekið andlega á fyrir hana.

María ásamt börnum og barnabarni í sumar.
Mynd/Aðsend

Hækka einkunn vina

María hóf störf hjá Icelandair 1. maí á þessu ári og vann í fimm mánuði. „Ég sótti upprunalega um árið 2017 þannig, þetta var í raun fimm ára ferli að fá starfið,“ segir María og hlær.

Hún sóttist eftir fastráðningu í haust sem hún fékk ekki. Það kom henni þó ekki á óvart þar sem nýliðar fá yfirleitt ekki fastráðningu eftir sitt fyrsta sumar. „Ég er ekki bitur að hafa ekki fengið fastráðningu, mér fannst það jú leiðinlegt og vera ekki tekin til greina, en það var það besta fyrir mig,“ segir hún.

„Ég veit að ég stóð mig vel, ég var með góða einkunn í appinu, hafði aldrei skipt flugi eða verið veik og var vel liðin.“

Líkt og fjölmiðlar hafa fjallað um er fyrrnefnt app sem ber heitið My Motivation og er til þess gert að gefa samstarfsfólki einkunn fyrir frammistöðu eftir daginn. „Ímyndið ykkur ef þið fenguð einkunn frá samstarfsaðilum eftir hvern dag í ykkar vinnu,“ segir María en henni hafi þótt það einkennilegt að samstarfsaðilar gátu gefið hvoru öðru einkunn eftir eitt flug en voru ekki að vinna á sama stað í vélinni.

Að sögn Maríu eru algengt að vinna ekki með sama aðila yfir heilt sumar og jafn vel lengur. „Ég veit til þess að fólk hefur misnotað appið í þeim erindum til að hækka einkunn vina sinna,“ upplýsir hún og segir flesta vera ósátta að þurfa að notast við appið.

Flugfreyjur og þjónar fagna umræðunni

Fjöldi flugfreyja hafa sett sig í samband við Maríu eftir umræðuna og hrósað henni fyrir að þora að stíga fram: „Flugfreyjur hafa þakkað mér fyrir að tala opinskátt um hluti sem þær myndu annars aldrei þora að tala um sjálfar í hræðslu við missa vinnuna,“ segir María og bætir við að ákveðin ógnarstjórnun ríki hjá Icelandair.

Eftirfarandi skilaboð voru send á Maríu á Instagram í dag:

Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot
Mynd/Skjáskot