Um elstu bílasýningu heimsins er að ræða og var fyrsta sýningin árið 1898. Síðan 1976 hefur hún verið haldin annað hvert ár á móti bílasýningunni í Frankfurt. Þar sem bílasýningin í Genf verður ekki haldin á næsta ári í Evrópu má búast við mörgu nýju á sýningunni í ár og þegar hafa nokkrir framleiðendur tilkynnt hvað verður á boðstólum.

Manifesto er fyrsti tilraunabíllinn frá Dacia sem frumsýnir nýtt merki sitt á Parísarsýningunni.Manifesto er fyrsti tilraunabíllinn frá Dacia sem frumsýnir nýtt merki sitt á Parísarsýningunni.

Dacia mun kynna heildarútlit bíla sinna ásamt nýju merki fyrirtækisins. Einnig verður Dacia Manifesto-hugmyndabíllinn frumsýndur en hann er nokkurs konar buggy-bíll. Hingað til hefur Dacia horft til þess að smíða bíla úr íhlutum annarra bíla og því kemur alvöru tilraunabíll frá merkinu nokkuð á óvart

Jeep Avenger er minnsti jeppinn frá Jeep og er um rafbíl svipaðan Opel Mokka að ræða með sama undirvagni.

Jeep mun frumsýna hinn nýja Avenger en hann byggir á ECMPundirvagninum sem er einnig undir Opel Mokka-rafbílnum. Jeep Avenger er minnsti Jeep sem merkið hefur smíðað. Hann mun einnig koma með fjórhjóladrifi og vera með um 400 km drægi. Einnig Evrópufrumsýnir merkið Grand Cherokee 4xe tengiltvinnbílinn sem verður með tveggja lítra vél með forþjöppu ásamt tveimur rafmótorum. Samtals mun hann skila 375 hestöflum en drægi rafhlöðunnar verður aðeins um 40 km.

Mercedes-AMG C63 kemur nú án V8 vélarinnar og verður nú með tveggja lítra bensínvél ásamt rafmótorum.

Mercedes-AMG mun frumsýna AMG C63 í nýrri útgáfu en hann verður nú ekki lengur með V8-vél. Í stað hennar er komin tveggja lítra bensínvél ásamt öflugum rafmótorum sem skila samtals 670 hestöflum svo að nýr C63 verður enginn aukvisi. Hann verður þó þyngri en áður eða rúm 2,1 tonn en hann mun einnig koma í langbaksútfærslu.

Peugeot 408 er sýndur í fyrsta skipti í París áður en hann verður kynntur á næsta ári.

Peugeot mun sýna í fyrsta skipti Peugeot 408 sem kynntur verður á næsta ári. Hann byggir á sama grunni og 308-bíllinn en er ætlað að keppa við bíla eins og VW T-Roc og BMW X2. Bíllinn mun koma í tveimur tengiltvinnútgáfum og einnig með bensínvél en ekki er vitað nákvæmlega um tölur í því sambandi.

Renault R5 Turbo 3E er tilraunabíll sem er hannaður sem leiktæki og er nokkurs konar fyrirrennari nýs Renault 4.

Renault verður fyrirferðarmikið á Parísarsýningunni eins og venjulega. Fyrstan skal telja Renault R5 Turbo 3E keppnistilraunabílinn sem fær sama undirvagn og væntanlegur Renault 4 sem fara mun á markað 2025. Hann verður með breiðum afturdekkjum enda beinlínis skapaður til að skrensa. Han fær 374 hestafla rafmótor á afturdrifið en aðeins 42 kWst rafhlöðu svo að hann vegur aðeins 980 kíló. Einnig verður Renault Austral frumsýndur en hann mun taka við af Renault Kadjar.