„Ég veit ekki hver söku­dólgurinn er í þessu máli en al­mennt séð er saga at­vinnu­lífsins blóði drifin innan ís­lenska líf­eyris­sjóða­kerfisins,“ segir Ragnar Þór Ingólfs­son, for­maður VR í sam­tali við Frétta­blaðið. Að­spurður hvort hann telji að Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins (SA) og Davíð Þor­láks­son, for­stöðu­maður sam­keppnis­hæfi­s­viðs SA, hafi beitt sér fyrir því að líf­eyris­sjóðirnir settu fjármagn Lindar­vatni ehf. segir Ragnar að margt bendi til þess. Ekki náðist í Halldór við gerð fréttarinnar.

Hjá Icelandair, Lindarvatni og svo SA

Hall­­dór og Davíð störfuðu báðir hjá Icelandair group þegar kaupin áttu sér stað árið 2015 en for­­maður SA á þessum tíma var Björg­ólfur Jóhanns­­son sem var þá einnig for­­stjóri Icelandair. Ragnar Þór hefur undan­farna daga skrifað langa pistla á Face­­book um meinta spillingu innan líf­eyris­­sjóða­­kerfisins og hefur hann tekið kaup Icelandair á Lindar­vatni sem greini­­legt dæmi um hana.

Þar hefur Ragnar velt upp spurningunni um hvernig kaup­verð Lindar­vatns gat hækkað eins mikið og það gerði á átta mánuðum. Í desember 2014 keypti fé­lagið Dals­nes ehf. Lindar­vatn á 930 milljónir, sem þýðir að 50 prósenta hlutur fé­lagsins var á 465 milljónir króna. Átta mánuðum síðar keypti Icelandair 50 prósenta hlutinn á 1.870 milljónir króna, sem þýðir að kaup­verð fé­lagsins hafi um það bil fjór­faldast á átta mánuðum.

„Allar líku eru á að Icelandair hafi nú þegar tapað 1,87 milljarði króna á fjár­festingunni þar sem fram­kvæmda­kostnaður virðist langt um­fram virði og leigu­samningur stendur undir. Líf­eyris­sjóðirnir voru fengnir til að setja 4 milljarða í verk­efnið í formi skulda­bréfa­kaupa en sjóðirnir hafa reyndar lýst því yfir að ekki verði settir meiri peningar í verk­efnið,“ sagði Ragnar um við­skiptin á Face­book.

Vinsamlega deildu ef þú telur að atvinnurekendur eigi að víkja úr stjórnum lífeyrissjóðanna og vilt vita hvernig 700...

Posted by Ragnar Þór Ingólfsson on Monday, 20 July 2020

Hann segir að Hall­dór Benja­mín og Davíð Þor­láks­son hafi einnig stýrt Lindar­vatni og að fyrrum stjórnar­for­maður Lindar­vatns hafi verið fjár­mála­stjóri Icelandair group, Bogi Nils Boga­son, sem tók svo við sem for­stjóri Icelandair á eftir Björg­ólfi. Þá hafi Björg­ólfur „kippt á­byrgðar­mönnum Lindar­vatns ehf. og starfs­mönnum Icelandair group, þeim Hall­dóri Benja­mín og Davíð Þor­láks­syni á nýjan starfs­vett­vang“ innan SA ári síðar, í desember 2016.

Óháð rannsókn verði að fara fram

Frétta­blaðið ræddi við Ragnar Þór í dag og bar upp spurningu um hvort hann væri með skrifum sínum að segja að Hall­dór Benja­mín og Davíð, sem nú starfa hjá SA, hefðu þarna beitt líf­eyris­sjóðunum til að fjár­festa í Lindar­vatni og þannig komið pening úr sjóðum al­mennings í fyrir­tækið. „Það er margt sem bendir til þess. Það er það sem ég er að segja,“ svarar Ragnar. „Það er margt sem bendir til þess, til dæmis á hvaða kjörum skulda­bréfin voru sem sjóðirnir lánuðu Lindar­vatni á þeim tíma. Það eina sem ég er að full­yrða er að þarna [í lífeyrissjóðakerfinu] eru brota­lamir og þarna er spilling,“ segir hann.

„Það verður að fara fram óháð rann­sókn á því hver ber á­byrgð á þessu. Er það Hall­dór Benja­mín eða Davíð Þor­láks­son? Ég veit það ekki. Eru það stjórn­endur Icelandair?“ spyr hann. „Ég veit ekki hver söku­dólgurinn er í þessu máli en al­mennt séð er saga at­vinnu­lífsins blóði drifin innan ís­lenska líf­eyris­sjóða­kerfisins.“

„Það verður ein­hver að stíga fram og skoða þessi mál ofan í kjölinn, annars verðum við bara sama spillta landið eins og við vorum alltaf og þetta verður eins og þjóðar­í­þrótt Ís­lendinga á­fram, ef menn komast upp með að taka enda­lausa snúninga á stórum eignar­halds­fé­lögum og á líf­eyris­sjóðunum án kröfu um að hlutirnir verði rann­sakaðir.“

Ekki náðist í Halldór Benjamín, framkvæmdastjóra SA, við gerð fréttarinnar.

Á­rétting 25.7.2020: Upp­runa­lega stóð í fyrstu máls­grein að „að­­spurður hvort Ragnar teldi að Hall­­dór Benja­mín og Davíð Þor­láks­­son hafi beitt sér fyrir því að líf­eyris­­sjóðirnir settu fjár­magn í kaup Icelandair á 50 prósenta hlut í Lindar­vatni ehf. segði hann margt benda til þess“. Ragnar var þarna spurður hvort hann teldi að Hall­dór og Davíð hefðu beitt sér fyrir því að líf­eyris­sjóðirnir fjár­festu í Lindar­vatni og sagði hann að margt benti til þess. Eftir nánari athugun kom í ljós að Ragnar ætti þar við endur­fjár­mögnun Lindar­vatns sem átti sér stað í mars 2016. Líf­eyris­sjóðirnir komu að henni en ekki upp­runa­legum kaupum Icelandair á Lindar­vatni.

Í yfirlýsingusem Halldór og Davíð sendu frá sér í dag vegna ummæla Ragnars er þar þriðji liður í gagnrýni þeirra því byggður á þessum misskilningi.