Margrét Þór­hildur, drottning og þjóð­höfðingi Dan­merkur, er komin með Co­vid-19 í annað skiptið. Hún dvelur nú í Fredens­borgar­höll, að því er segir á vef dönsku krúnunnar.

Margrét var við­stödd Elísa­betar Bret­lands­drottningar á mánu­dag eins og fleiri þjóð­höfðingjar. Hún sneri aftur til Dan­merkur eftir út­förina og greindist með veiruna í gær­kvöldi.

Margrét Þór­hildur, sem er 82 ára, greindist fyrst með veiruna í febrúar síðast­liðnum en var til­tölu­lega fljót að jafna sig.