Innlent

Margrét Frið­riks: „Þetta er al­­­­ger mar­tröð“

Margrét Frið­riks­dóttir birti síð­degis mynd af mar­blett á hand­legg sínum sem hún segist hafa fengið þegar Sema Erla Serdar kleip hana í ill­deilum þeirra á sunnu­dags­kvöld. Hún segist vera and­vaka í mar­tröð.

Margrét Friðriksdóttir segist marin eftir átök sín við Semu Erlu og er tilbúin til að láta hart mæta hörðu standi Sema við að kæra hana. Fréttablaðið/Samsett

Frumkvöðlafræðingurinn Margrét Friðriksdóttir birti í dag mynd af marbletti á handlegg sínum í Facebook-hópnum Stjórnamálaspjallið þar sem hún er stjórnandi. Hún tilkynnti um leið að marið hefði hún fengið í ryskingum við Semu Erlu Serdar á sunnudagskvöld.

Margrét sagðist í samtali við Fréttablaðið síðdegis að hún væri á leiðinni að sækja sér áverkavottorð en ætlaði sér þó ekki að gera mál úr marblettinum. „Þetta er náttúrlega komið út í algera martröð sem þessi kona er að gera mér,“ segir Margrét um samskipti hennar og Semu.

Sjá einnig: Sema Erla ætlar að kæra morðhótanir Margrétar

„Hún er bara að gefa í skyn að ég sé einhver morðingi og hafi bara stungið hana. Þetta er orðið allt of langt gengið. Ég á tvö börn sem eru alveg miður sín yfir þessu.“

Þegar Margrét er spurð hvers vegna hún hafi kosið að birta ekki myndina af marinu strax í gærkvöld með yfirlýsingu sinni og hennar hlið á deilum hennar og Semu segir hún:

„Hún segist ætla að kæra mig og svo hefur mér fundist þetta vera að vinda rosaleg upp á sig og mér er einhvern veginn ekki trúað. En eins og ég segi. Hún gerði þetta, kleip þarna í mig á móti og mér fannst það ekkert vera tilefni til þess eitthvað tala um þetta vegna þess að ég ætlaði ekkert að kæra eða neitt.“

Sjá einnig: Margrét veittist að Semu: Hætt að drekka

„Ég var nú eiginlega bara að setja þetta fram til þess að reyna að biðjast afsökunar og ætlaði ekkert að fara að spinna þetta eitthvað meira upp,“ segir Margrét um ástæðu þess að hún hafi ákveðið að greina frá því að hún hafi veist að Semu með fúkyrðum á sunnudagskvöld.

„Ég efast um að það sjái svona á henni eftir það sem ég gerði. Ég svona rétt ýtti við henni en lýsingarnar hjá henni eru þannig að ég er bara í sjokki. Ég var andvaka yfir þessu í nótt og gat ekkert sofið yfir þessum lýsingum vegna þess að þetta er engan veginn eins og þetta gerðist.“

„Ég gargaði eitthvað á hana“

Margrét segist telja að orðaskak þeirra Semu hafi staðið yfir í hálfa mínútu eða svo. „Og jú, ég gargaði eitthvað á hana. Það kemur þarna maður til mín og segir að hún sé skipulagt búin að vera að leggja mig í einelti í langan tíma. Fá mig útilokaða frá stöðum hérna í bænum, talaði hræðilega um mig og væri ljúgandi alls konar viðbjóði upp á mig,“ segir Margrét um rót reiði sinnar.

„Hún bara lýgur og lýgur. Það er martröð að lenda í þessu. Hræðilegt, en nú er mælirinn fullur og nú fer ég bara og sæki áverkavottorð og vona bara að þarna séu öryggismyndavélar sem sanni mitt mál. Og að vera að gefa það í skyn að ég sé líkleg til að drepa einhvern. Þetta er náttúrlega bara hræðilegt.“

Margrét segist ekki hafa áhyggjur af því að Sema segist hafa mörg vitni að atburðarásinni. „Ég var aðeins komin í glas og í reiði minni þá bara gargaði ég á hana þarna fyrir utan og yppti eitthvað í öxlina á henni. Síðan er ég dregin til baka og hún nær að klípa í mig.“

Gerði mistök undir áhrifum

„Ég steig fram og sagði að auðvitað væri þetta ekkert réttlætanlegt, að ég skyldi bregðast svona við en ég var undir áhrifum áfengis og stundum gerir maður vitleysu í því ástandi,“ segir Margrét og áréttar að þetta sé ekki eitthvað sem hún myndi gera undir venjulegum kringumstæðum.

„Áverkavottorðið mun svo bara bíða hjá mínum lögfræðingi ef hún ætlar að kæra mig. Við skulum sjá til hvort hún standi við það. Hún er nú vön því að hóta þessi kona en það verður þá bara að koma í ljós og ég er reiðurbúin undir það.

Ég er líka með mín vitni og allt það. Þess vegna er sterkara fyrir mig að hafa áverkavottorðið vegna þess að hún er ekki með neitt slíkt í höndunum, enda var þetta bara alls ekki eins og hún lýsir.“

Sjá einnig: Allt sem Margrét segir eru ósannindi og samsæriskenningar

Frásagnir Semu og Margrétar stangast í meginatriðum á og í samtali við Fréttablaðið fyrr í dag sagðist Sema ekki hafa snert Margréti fyrir utan að hún hafi ýtt henni frá sér eftir að Margrét kom höggi á hana.

Mybndin af marblettinum sem Margrét birti í dag og afsökunarbeiðnin sem hún sendi Semu á mánudaginn.

„Það er alveg á hreinu hvað gerðist þarna. Ég sagði ekki eitt orð við þessa manneskju og eina snerting mín við hana var að ég ýtti henni frá mér þegar hún kýldi mig svo hún myndi nú ekki ná að lemja mig meira,“ sagði Sema í dag.

„Það voru fjölmörg vitni að þessu sem munu staðfesta allt sem ég hef sagt og skrifað um þetta mál. Ég hef ekkert að fela. Þetta er allt mjög skýrt,“

Sá strax eftir þessu

„Ég sá samt eftir þessu strax daginn eftir vegna þess að þetta er ekki líkt mér og ég brást bara mjög illa við og hefði ekki átt að gera það. Svona í ljósi atburða,“ segir Margrét.

„En það er ekki hægt að vera vitur eftir á. Ég reyndi að stíga fram en þá var ég ennþá reið, eins og sést í skilaboðunum. Vegna þess að mér finnst þetta fasísk hegðun hjá henni og mér finnst þetta illa gert og að ég eigi þetta ekki skilið. Það réttlætir þetta samt ekkert,“ segir Margrét um framkomu sína við Semu á sunnudagskvöld og leggur áherslu á að sjaldan valdi einn þegar tveir deila.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sema: Allt sem Margrét segir eru ó­­sannindi og sam­­særis­­kenningar

Innlent

Sema Erla ætlar að kæra morð­hótanir Margrétar

Fréttir

Margrét veittist að Semu: Hætt að drekka

Auglýsing

Nýjast

Verja þurfi „frek­lega blekkta neyt­endur“

Skárust í leikinn í slags­málum við Mela­skóla

„Hags­munum land­búnaðarins fórnað fyrir heild­sala“

Þykir frum­­varp um inn­flutning fela í sér upp­­­gjöf

Komin með um­boð til að slíta við­ræðum

Óska eftir vitnum að líkams­á­rásinni á gatna­mótunum

Auglýsing