Margrét Bjarna­dóttir lög­fræði­nemi gefur kost á sér í 5. sætið í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Garða­bæ sem fram fer þann 5. mars næst­komandi. Þetta kemur fram í til­kynningu sem Margrét birti á Face­book-síðu sinni.

Margrét er þrí­tug og bú­sett í Sjá­lands­hverfinu í Garða­bæ á­samt kærasta sínum og syni þeirra. Hún er með sveins­próf í mat­reiðslu og stundar nú nám í lög­fræði við Há­skóla Ís­lands. Margrét á stjórn­mála­á­hugann ekki langt að sækja en hún er dóttir Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála­ráð­herra og formanns Sjálf­stæðis­flokksins.

Í til­kynningu sinni segir Margrét að hún hafi alla tíð átt heima í Garða­bæ og vilji hvergi annars staðar vera. Segir hún mikil­vægt að fram­boðs­listi flokksins í Garða­bæ sé sam­settur af fjöl­breyttu fólki á öllum aldri.

„Það er nauð­syn­legt að hafa ungt fólk á lista Sjálf­stæðis­flokksins sem hefur fjöl­breytta sýn á sam­fé­lagið sem við búum saman í. Ég legg á­herslu á mál­efni fjöl­skyldunnar, leik­skóla­mál og hús­næðis­mál,“ segir Margrét meðal annars. Þá segir hún að mikil­vægi í­þrótta- og tóm­stunda­starfs verði seint of­metið.

„Lýð­heilsurökin eru vel þekkt og já­kvæð á­hrif fyrir fé­lags­þroska en svo viljum við sjálf­stæðis­menn að allir fái njóta sín og sinna hæfi­leika í lífinu. Á þeim grunni þarf að halda á­fram að standa með öllu þessu starfi í bænum,“ segir hún

Margrét segir einnig mikil­vægt að gera ungu fólki kleift að kaupa sér eign í Garða­bæ. Það þurfi að vera raun­veru­legur kostur fyrir ungt fólk að búa í sveitar­fé­laginu.

„Fjöl­breyttar lausnir sem mæta ó­líkum þörfum kyn­slóðanna en ekki síst laða að unga fram­tíðar Garð­bæinga eru lykil­at­riði. Það skiptir mig miklu máli að hér sé gott að búa og að við séum sveitar­fé­lag sem tekur vel á móti ungum sem öldruðum. Mig langar til þess að gera Garða­bæ að enn betra sveitar­fé­lagi fyrir fjöl­skyldu­fólk og ég hef trú á því að ég eigi erindi í hóp bæjar­full­trúa í Garða­bæ. Það eru spennandi tímar fram­undan og mörg tæki­færi til þess að grípa. Ég óska því eftir stuðningi Garð­bæinga í 5. sætið.“