Lands­sam­band Fram­sóknar­kvenna tekur í tilkynningu undir raddir kvenna og sér­fræði­lækna sem lýsa opin­ber­lega á­hyggjum sínum á brota­löm er varðar ferli krabba­meins­skimana hér á landi.

Í til­kynningu frá lands­sam­bandinu er kallað eftir skýrum svörum, bættum ferlum og betri þjónustu við allar konur og allt fólk sem nú hefur ofan á allt sem undan er gengið, miklar á­hyggjur af eigin heilsu og upp­lifir að heil­brigðis­kerfinu sé ekki treystandi í þessum efnum.

„Rof á trausti í garð heil­brigðis­stofnana og heil­brigðis­starfs­fólks er graf­alvar­leg staða og krefst við­bragða,“ segir í til­kynningunni.

Þar segir að margra mánaða bið eftir niður­stöðum rann­sóknar sé ó­á­sættan­leg staða og að synjun á rann­sókn þrátt fyrir sögu um ó­eðli­lega niður­stöðu og ein­kenni vegna þess að ekki sé nógu langt liðið frá síðasta sýni sé einnig ó­á­sættan­legt.

„Sögur sem þessar heyrast nú í allt of miklum mæli frá konum og mála svarta mynd af stöðunni. Því eru konur ótta­slegnar og fullar van­trausts.“

Þær segja á­byrgðina alla hjá heil­brigðis­ráð­herra um að þessi vandi verði leystur.

Á­byrgðin er öll hjá ráð­herra heil­brigðis­mála um að ná til lækna­sam­fé­lagsins alls og taka höndum saman og leysa þennan vanda heil­brigði allra kvenna til heilla.