Margir virðast orðnir þreyttir á mikilli og ó­um­flýjan­legri inni­veru síðast­liðinna vikna og hafa því á­kveðið að nýta helgina í snemm­búið jóla­stúss. Mið­bærinn er fyrir vikið ó­venju lifandi í dag, upp­lýstur af jóla­ljósum og fullur af fólki í verslunar­leið­öngrum.

Nokkrar raðir hafa myndast fyrir utan helstu verslanir mið­bæjarins. Eins og er mega að­eins 10 koma saman inni í verslunum sem ekki eru mat­vöru­verslanir, sam­kvæmt nú­gildandi sam­komu­tak­mörkunum. Verslunar­eig­endur binda vonir við að tak­markanirnar verði rýmkaðar fyrir jól til að fleiri komist að í einu.

Röðin fyrir utan H&M í dag. Aðeins mega 10 vera inni í versluninni í einu.
Fréttablaðið/Óttar

Löng röð hefur myndast fyrir utan verslun H&M á Hafnar­torgi en nokkur röð hefur myndast fyrir utan búðina nánast á hverjum degi síðustu vikur. Þá hefur önnur röð myndast fyrir utan glæ­nýja verslun Góða hirðisins á Hverfis­götu, sem opnaði síðasta fimmtu­dag.

Það er lík­lega nokkuð langt síðan svo margir söfnuðust saman í mið­bænum í einu. Nokkuð jóla­leg stemmning er í loftinu þar sem borgin á­kvað að skreyta mið­bæinn með jóla­ljósum og -skrauti snemma í ár.

Það er ör­lítið jóla­legt í mið­bænum - alla­vega eins jóla­legt og hægt er að verða þegar 10 dagar eru eftir af nóvember. Jóla­kötturinn er kominn á sinn stað.
Fréttablaðið/Óttar
Góði hirðirinn opnaði nýja verslun sína á Hverfis­götu síðasta fimmtu­dag. Að­sókn í nytja­verslunina var mikil í dag.
Fréttablaðið/Óttar