Svan­dís Svavars­dóttir mat­væla­ráð­herra hefur hrundið af stað vinnu þar sem 40-50 manns munu starfa í nokkrum hópum að breytingum á sjávar­út­vegs­kerfinu. Greindar verða á­skoranir og tæki­færi í sjávar­út­vegi og tengdum greinum á­samt því að meta þjóð­hags­legan á­vinning fisk­veiði­stjórnunar­kerfisins.

Gunnar Haralds­son, fram­kvæmda­stjóri Intellexon er for­maður Sam­fé­lags­hópsins. Með honum eru Katrín Júlíus­dóttir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fjár­mála­fyrir­tækja, C­at­herine Cham­bers, rann­sókna­stjóri Há­skóla­seturs Vest­fjarða, Hreiðar Þór Valtýs­son dósent við Há­skólann á Akur­eyri og Val­gerður Sól­nes díosent HÍ. Á­greiningur um stjórn fisk­veiða og þjóð­hags­legur á­vinningur veiðanna er meðal annars til skoðunar hjá hópnum.

Sér­stakan hóp um að­gengi að auð­lindinni skipa Eggert Bene­dikt Guð­munds­son, verk­fræðingur, for­maður. Aðrir í hópnum eru Alda B. Möller, mat­væla­fræðingur, Arnór Snæ­björns­son, sér­fræðingur í mat­væla­ráðu­neytinu, Frið­rik Árni Frið­riks­son Hirst, fram­kvæmda­stjóri, Laga­stofnunar Há­skóla Ís­lands og Ing­veldur Ásta Björns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri, North 65.

Um­gengnis­hóp skipa Gréta María Grétars­dóttir, for­stjóri, Arctic Adventures for­maður. Aðrir í hópnum eru Frey­dís Vig­fús­dóttir, sér­fræðingur, mat­væla­ráðu­neytinu, Halla Jóns­dóttir, fram­kvæmda­stjóri, Opti­tog, Jónas Rúnar Viðars­son, sviðs­stjóri, Mat­ís og Sigurður Ingi Frið­leifs­son, fram­kvæmda­stjóri, Orku­stofnun.

Tæki­færis­hóp skipa Ingunn Agnes Kro, fram­kvæmda­stjóri, Jarð­varma, for­maður. Aðrir eru Ari Kristinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri, Awa­reGO, Hildur Ingvars­dóttir, skóla­meistari, Tækni­skóls Ís­lands, Hilmar Bragi Janus­son, fram­kvæmda­stjóri, Kviku banka og Óskar Veigu Óskars­son, sölu­stjóri, Marel.

Þá verður skipuð Verk­efnis­stjórn mat­væla­ráðu­neytisins og formanna starfs­hópanna fjögurra sem mun funda reglu­lega um gang verk­efnisins og með Sam­ráðs­nefnd um sjávar­út­vegs­stefnu.

Verk­efnis­stjórnin er þannig skipuð:

Bene­dikt Árna­son, ráðu­neytis­stjóri, for­maður.
Ás­laug Eir Hólm­geirs­dóttir, skrif­stofu­stjóri, mat­væla­ráðu­neyti.
Huginn Freyr Þor­steins­son, ráð­gjafi, Aton.JL.
Gunnar Haralds­son, for­maður starfs­hópsins Sam­fé­lag.
Gréta María Grétars­dóttir, for­maður starfs­hópsins Um­gengni.
Eggert Bene­dikt Guð­munds­son, for­maður starfs­hópsins Að­gengi.
Ingunn Agnes Kro, for­maður starfs­hópsins Tæki­færi.

Stærsti hópurinn er Sam­ráðs­nefnd um sjávar­út­vegs­stefnu en sam­ráðs­nefndin hefur yfir­sýn yfir starf starfs­hópa og aðra þætti verk­efnisins og er gert ráð fyrir að hún starfi til loka ársins 2023.

Sam­ráðs­nefndin er þannig skipuð:

1. Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, for­maður
2. Ás­mundur Frið­riks­son, til­nefndur af Sjálf­stæðis­flokki
3. Stefán Vagn Stefáns­son, til­nefndur af Fram­sóknar­flokki
4. Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir, til­nefnd af Vinstri­hreyfingunni- grænt fram­boð
5. Odd­ný Harðar­dóttir, til­nefnd af Sam­fylkingunni
6. Mörður Ás­laugar­son, til­nefndur af Pírötum
7. Hanna Katrín Frið­riks­son, til­nefnd af Við­reisn
8. Eyjólfur Ár­manns­son, til­nefndur af Flokki fólksins
9. Sigurður Páll Jóns­son, til­nefndur af Mið­flokknum
10. Rebekka Hilmars­dóttir, til­nefnd af Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga
11. Vífill Karls­son, til­nefndur af Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga
12. Heið­rún Lind Marteins­dóttir, til­nefnd af Sam­tökum fyrir­tækja í sjávar­út­vegi
13. Ólafur Marteins­son, til­nefndur af Sam­tökum fyrir­tækja í sjávar­út­vegi
14. Arthur Boga­son, til­nefndur af Lands­sam­bandi smá­báta­sjó­manna
15. Arnar Atla­son, til­nefndur af Sam­tökum fisk­fram­leið­enda og út­flytj­enda
16. Örvar Marteins­son, til­nefndur af Sam­tökum smærri út­gerða
17. Páll Rúnar M. Kristjáns­son, til­nefndur af Fé­lagi at­vinnu­rek­enda
18. Val­mundur Val­munds­son, til­nefndur af Sjó­manna­sam­bandi Ís­lands
19. Árni Bjarna­son, til­nefndur af Fé­lagi skip­stjórnar­manna
20. J. Snæ­fríður Einars­dóttir, til­nefnd af Fé­lagi vél­stjóra og málm­tækni­manna
21. Sigur­björg Árna­dóttir, til­nefnd af Náttúru­verndar­sam­tökum Ís­lands
22. Auður Önnu Magnús­dóttir, til­nefnd af Land­vernd
23. Sig­rún Perla Gísla­dóttir, til­nefnd af Ungum um­hverfis­sinnum
24. Gunnar Haralds­son, for­maður starfs­hópsins Sam­fé­lag
25. Gréta María Grétars­dóttir, for­maður starfs­hópsins Um­gengni
26. Eggert Bene­dikt Guð­munds­son, for­maður starfs­hópsins Að­gengi
27. Ingunn Agnes Kro, for­maður starfs­hópsins Tæki­færi