Að minnsta kosti sjö eru látnir og tuttugu særðir eftir að vopnaður maður hóf skot­hríð í skóla í borginni Iz­hevsk í Rúss­landi í morgun. Á meðal hinna látnu eru fimm nem­endur við skólann, öryggis­vörður og byssu­maðurinn sjálfur sem sagður er hafa svipt sig lífi eftir ó­dæðið.

Í frétt BBC kemur fram að rúss­neskir fjöl­miðlar hafi birt mynd­bönd frá vett­vangi og á einu þeirra megi sjá blóð á gólfi, skot­för á veggjum og börn í felum undir skrif­borðum.

Á­rásar­maðurinn er sagður hafa verið vopnaður tveimur skamm­byssum. Um þúsund manns stunda nám við skólann og eru kennarar 88 talsins. Um 650 þúsund manns búa í Iz­hevsk sem er í mið­hluta Rúss­lands, mitt á milli Kazan og Jeka­terín­burg.