Þór­ólfur Guðna­son sótt­var­læknir telur lík­legt að smitum fjölgi eftir helgina þar sem að margir hafi ekki verið með hugann við sótt­varnarnir. Þá vísar hann í bæði kosninga­vökur Stjórn­mála­flokkana víða um landið og skemmtana­hald tengdum fót­bolta.

„Mér sýndist í sjón­varpinu að fólk hafi verið með hugann við annað en sótt­varnir um helgina,“ segir Þór­ólfur viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Hann telur ráð­lagt að halda í þær litlu tak­markanir sem nú eru í gildi, í stað þess að af­létta öllu og eiga í hættu við að lenda í því sem gerðist í júlí. Það er ljóst að ein­hverjir séu ó­sáttir og einhverjir sem eru sáttir, en það er ekkert við því að gera.

Að­spurður um stöðuna á spítalanum segir Þór­ólfur hana nokkuð góða en hann hafi ekki upplýsingar um nákvæmar tölur, en ein­hverjir séu inni­liggjandi.

Þá bendir hann á að það verði að gefa því meiri gaum að einstaklingar geti orðið mjög veikir þó svo þeir þurfi ekki að leggjast inn á sjúkrahús.

„Um þrjá­tíu prósent ein­stak­linga geta fengið svo kallað long co­vid sem eru lang­vinn ein­kenni. það þarf að gefa því meiri gaum,“ segir Þór­ólfur.

Hlusta má á við­talið í heild sinni á frétta­vef Vísis.