Þórólfur Guðnason sóttvarlæknir telur líklegt að smitum fjölgi eftir helgina þar sem að margir hafi ekki verið með hugann við sóttvarnarnir. Þá vísar hann í bæði kosningavökur Stjórnmálaflokkana víða um landið og skemmtanahald tengdum fótbolta.
„Mér sýndist í sjónvarpinu að fólk hafi verið með hugann við annað en sóttvarnir um helgina,“ segir Þórólfur viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Hann telur ráðlagt að halda í þær litlu takmarkanir sem nú eru í gildi, í stað þess að aflétta öllu og eiga í hættu við að lenda í því sem gerðist í júlí. Það er ljóst að einhverjir séu ósáttir og einhverjir sem eru sáttir, en það er ekkert við því að gera.
Aðspurður um stöðuna á spítalanum segir Þórólfur hana nokkuð góða en hann hafi ekki upplýsingar um nákvæmar tölur, en einhverjir séu inniliggjandi.
Þá bendir hann á að það verði að gefa því meiri gaum að einstaklingar geti orðið mjög veikir þó svo þeir þurfi ekki að leggjast inn á sjúkrahús.
„Um þrjátíu prósent einstaklinga geta fengið svo kallað long covid sem eru langvinn einkenni. það þarf að gefa því meiri gaum,“ segir Þórólfur.
Hlusta má á viðtalið í heild sinni á fréttavef Vísis.