Eld­fjalla- og náttúru­vá­r­hópur Suður­lands segir kraftinn í hinu nýja gosi í Mera­dal marg­falt meiri í upp­hafi heldur en þegar gosið hófst í Geldinga­dölum í fyrra.

Þetta kemur fram í Face­book færslu frá hópnum. Eins og Frétta­blaðið hefur greint frá er nú hópur vísinda­manna á svæðinu að kanna hina nýju gos­sprungu.

„Hraun­breiðan hefur vaxið hratt í dal­verpi nyrst í Mela­dölum og liggur gos­sprungan upp í hlíðar Mera­dala­hnjúks. Lengdist sprungan veru­lega fyrsta hálf­tímann eftir að gossins varð vart og má laus­lega á­ætla að hún sé amk 300-500 metra löng,“ segir hópurinn.

„Við fyrstu sýn virtist gosið hafa hafist innan hraun­breiðunnar sem myndaðist í fyrra, en ekki er úti­lokað að sprungan hafi öll verið rétt utan hraunsins. Nýja hraunið sem upp hefur komið síðustu mínútur hefur að minnsta kosti sam­einast því gamla nær sam­stundis og gosið hófst.“