For­svars­menn líkams­ræktar­stöðvar í New Jer­s­ey í Banda­ríkjunum hefðu betur farið að til­mælum yfir­valda um að loka líkams­ræktar­stöðinni þegar kórónu­veirufar­aldurinn var á fullri ferð í ríkinu í vor.

Nú hafa yfir­völd í Bell­mawr, bæ í New Jer­s­ey, greitt at­kvæði með því að svipta staðinn, Ati­lis Gym, rekstrar­leyfi til fram­búðar. Eig­endur stöðvarinnar, Ian Smith og Frank Trumbetti, hundsuðu í­trekað til­mæli yfir­valda um að loka stöðinni og sögðu þeir að á­kvarðanir yfir­valda, um lokun fyrir­tækja til að hefta út­breiðslu veirunnar, væru brot á réttindum þeirra.

Þeir fé­lagar opnuðu stöðina aftur í maí síðast­liðnum, nokkrum dögum eftir að þeim var gert að loka, og voru þeir svo hand­teknir þann 27. júlí síðast­liðinn. Yfir­völd gripu til þess ráðs að inn­sigla aðal­inn­gang stöðvarinnar með viðar­drumbum en Smith og Trumbetti brutu þá niður nokkrum dögum síðar og hleyptu um 50 manns inn á stöðina.

Í frétt NJ.com kemur fram að sak­sóknarar hafi mælt með því að beita sektum, allt að 10 þúsund dollurum á dag, ef stöðin yrði á­fram opin. Nú hafa yfir­völd í Bell­mawr þó á­kveðið að svipta stöðina starfs­leyfi og hafa eig­endurnir því ekki lengur rétt á að reka líkams­ræktar­stöð á svæðinu.

Smith og Trumbetti segjast ætla að halda á­fram að berjast og hafa þeir bent á að strangar kröfur hafi verið gerðar til við­skipta­vina um hrein­læti. Gerð væri krafa um tveggja metra fjar­lægð og grímu­notkun og þá væri kannað hvort við­skipta­vinir væru með hita áður en þeir færu inn á stöðina.