Í dag eru inn­flytj­end­ur alls 14 prós­ent af heild­ar­mann­fjöld­a fer þeim fari ört vax­and­i. Sam­kvæmt nýrr­i skýrsl­u um jafn­rétt­i þeirr­a á at­vinn­u­mark­að­i er flók­ið fyr­ir inn­flytj­end­ur að fá mennt­un sína metn­a, bæði vegn­a lag­a­legr­a og skip­u­lags­legr­a hindr­an­a og vegn­a skorts á gagn­sæ­is, auk þess sem alls tíu að­il­ar sjá um að meta mennt­un og reynsl­u þeirr­a.

Skýrsl­an var tek­in sam­an af þeim Claud­i­e A. Wil­son Moll­o­y og Auði Tinn­u Aðal­bjarn­ar­dótt­ur sem báð­ar starf­a hjá lög­manns­stof­unn­i Rétt­i. Stof­an fékk styrk í fyrr­a til að fram­kvæm­a skýrsl­un­a.

Fram kem­ur í skýrsl­unn­i að það sé mik­il­vægt að hér sé bæði skil­virk og sam­þætt stefn­a um að­lög­un inn­flytj­end­a að ís­lensk­u sam­fé­lag­i. Að­eins þann­ig geti inn­flytj­end­ur haft raun­hæft tæk­i­fær­i til að ná sín­um mest­u mög­u­leik­um.

Í skýrsl­unn­i var gerð um­fangs­mik­il könn­un á þeim lög­um og regl­um sem gild­a auk þess sem ým­iss­a upp­lýs­ing­a var safn­að frá stjórn­völd­um og þeim sveit­ar­fé­lög­um þar sem flest­ir inn­flytj­end­ur búa. Að lok­um var gerð könn­un með­al 184 inn­flytj­end­a á Ís­land­i og þau spurð um mennt­un þeirr­a og vinn­u.

Í skýrsl­unn­i er reynt að svar­a þeirr­i spurn­ing­u hvort að inn­flytj­end­ur á Ís­land­i, sér­stak­leg­a þeir sem eru lang­skól­a­gengn­ir, hafi jafnt að­geng­i að at­vinn­u­mög­u­leik­um hjá hinu op­in­ber­a, með vís­an til nú­ver­and­i jafn­rétt­is­um­hverf­is, bæði hvað lög og stefn­u­mál varð­ar.

Nið­ur­stöð­ur skýrsl­unn­ar sýna að margs­kon­ar hindr­an­ir stand­a í vegi mennt­aðr­a inn­flytj­end­a að fá vinn­u hjá hinu op­in­ber­a. Ís­lensk­u­kunn­átt­a veg­ur þar þungt en þó er einn­ig bent á marg­ar hindr­an­ir í bæði lög­um og stefn­u stjórn­vald­a og seg­ir að nið­ur­stöð­ur rími við MIPEX skýrsl­u sem kom út árið 2015 þar sem kom fram að stefn­u­mót­un Ís­lands vegn­a að­lög­un­ar inn­flytj­end­a skap­i í raun fleir­i hindr­an­ir en lausn­ir fyr­ir þátt­tök­u inn­flytj­end­a í sam­fé­lag­in­u.

Aðgerðir miði sjaldan að því að auka þátttöku innflytjenda

Seg­ir að þörf sé á því að end­ur­mót­a stefn­u ís­lensk­a rík­is­ins vegn­a að­lög­un­ar inn­flytj­end­a. Það sé, sem dæmi, sér­stak­leg­a skýrt þeg­ar lit­ið er til að­lög­un­ar á vinn­u­mark­að­i og að vinn­u­mark­aðs­að­gerð­ir miði sjald­an að því að auka at­vinn­u­þátt­tök­u inn­flytj­end­a hjá hinu op­in­ber­a. Þó kem­ur fram að sveit­ar­fé­lög­in hafi frek­ar grip­ið til að­gerð­a, en rík­ið og stofn­an­ir þess.

Í skýrsl­unn­i kem­ur fram að marg­ir þeirr­a inn­flytj­end­a sem tóku þátt í könn­un­inn­i hafa lok­ið há­skól­a­mennt­un, eða alls 88,3 prós­ent sem er í sam­ræm­i við al­þjóð­leg­ar skýrsl­ur um að­stæð­ur á vinn­u­mark­að­i hér­lend­is.

„Þett­a er í fyrst­a skipt­i sem næst til svon­a stórs hóps mennt­aðr­a inn­flytj­end­a í einn­i könn­un, en það á bara við okk­ar könn­un, en það end­ur­spegl­ar ekki hóp­inn og kem­ur fram í skýrsl­unn­i,“ seg­ir Claud­i­e í sam­tal­i við Frétt­a­blað­ið.

„Við getum ekki útilokað að þessi sýn hafi áhrif á ráðningu þeirra innan stjórnsýslunnar og ómeðvitaða fordóma,“ segir Claud­i­e.

Aðlögun velferðarmál en ekki jafnréttismál

Í skýrsl­unn­i kem­ur fram að stefn­a sem varð­ar að­lög­un inn­flytj­end­a hér­lend­is líti frek­ar á að­lög­un sem vel­ferð­ar­mál en jafn­rétt­is­mál og er bent á að það sé ólík nálg­un sumr­a ann­arr­a Norð­ur­land­a. Claud­i­e seg­ir að henn­i þyki þess­i punkt­ur sér­stak­leg­a á­hug­a­verð­ur.

„Það end­ur­spegl­ast í stefn­u­mót­un stjórn­vald­a að þett­a er fyrst og fremst á­lit­ið vel­ferð­ar­mál. Það er á­hug­a­vert því hætt­an er á, þeg­ar nálg­un­in er sú hvað varð­ar að­lög­un inn­flytj­end­a á at­vinn­u­mark­að­i, að þett­a verð­i þá ekki for­gangs­mál sem get­ur leitt til þess að það er minn­i vald­efl­ing fyr­ir inn­flytj­end­ur með virkr­i at­vinn­u­þátt­tök­u og í stað þess að líta á þau sem ein­stak­ling­a sem eru þjón­ust­u­veit­end­ur þá eru þau þjón­ust­u­þeg­ar,“ seg­ir Claud­i­e.

Í skýrsl­unn­i er ein­blínt að mikl­u leyt­i á at­vinn­u­mög­u­leik­a inn­an stjórn­sýsl­unn­ar og hjá hinu op­in­ber­a og seg­ir Claud­i­e þeim hafa orð­ið það ljóst í rann­sókn­um þeirr­a að inn­flytj­end­ur eru þar að mikl­u leyt­i frek­ar á­lit­in þjón­ust­u­þeg­ar en -veit­end­ur.

„Við get­um ekki út­i­lok­að að þess­i sýn hafi á­hrif á ráðn­ing­u þeirr­a inn­an stjórn­sýsl­unn­ar og ó­með­vit­að­a for­dóm­a,“ seg­ir Claud­i­e.

Auð­ur seg­ir að það skjót­i þann­ig skökk­u við að á sama tíma og ís­lensk stjórn­völd og Ís­lend­ing­ar al­mennt eru stolt­ir af ár­angr­i þeg­ar kem­ur að jafn­rétt­i kynj­ann­a þá sýni nið­ur­stöð­ur al­þjóð­legr­a rann­sókn­a að við séum und­ir með­al­lag­i hvað varð­a jafn­rétt­i og að­lög­un inn­flytj­end­a.

„Okkur finnst slæmt að það sé ekki lögð meir­i á­hersl­a á jafn­rétt­i kvenn­a af er­lend­um upp­run­a, sér­stak­leg­a í ljós­i þess að þær eru orðn­ar um fimm prós­ent lands­mann­a,“ seg­ir Auð­ur.

Innflytjendum hafi fjölgað ört á stuttum tíma

Hún seg­ir að það verð­i þó að taka til grein­a hvers­u hratt hóp­ur­inn hef­ur stækk­að hér á land­i.

„Þeg­ar lit­ið er til þess af hverj­u við stönd­um okk­ur vel í einn­i teg­und jafn­rétt­is en illa í ann­arr­i má þó rifj­a það upp að 13,4 prós­ent þjóð­ar­inn­ar eru inn­flytj­end­ur nú og enn hærr­a hlut­fall af er­lend­um upp­run­a, þá var það samt þann­ig að fyr­ir 25 árum, í kring­um 1994, voru að­eins 1,7 prós­ent inn­flytj­end­ur. Hlut­fall­ið hef­ur því marg­fald­ast og mjög stutt­u eft­ir þett­a tím­a­mark þá byrj­ar inn­leið­ing á lög­gjöf sem varð­ar jafn­rétt­i kynj­ann­a. Þá erum með stofn­an­ir eins og Jafn­rétt­is­stof­u, sem þrátt fyr­ir heit­ið, hef­ur að­eins einn mál­a­flokk jafn­rétt­is á sinn­i könn­u,“ seg­ir Auð­ur Tinn­a.

Hún seg­ir að það hafi þó breyst í fyrr­a þeg­ar nú lög­gjöf tók gild­i sem kveð­ur á um að hlut­verk stof­unn­ar ætti að vera út­víkk­að og fleir­i hóp­ar sam­fé­lags­ins fall­i þar und­ir.

„Það hef­ur ver­ið sprengj­a inn­flytj­end­a hér á land­i, en fjöld­inn hef­ur tvö­fald­ast á síð­ust­u sex árum og það er að­eins nú sem stjórn­völd eru að upp­fær­a lög­in og regl­ur í kring­um þett­a,“ seg­ir Auð­ur Tinn­a.

„Fleir­i hóp­ar inn­an sam­fé­lags­ins eru með bein lag­a­á­kvæð­i um að það sé ver­ið að mis­mun­a þeim á at­vinn­u­mark­að­i og mög­u­leik­a á að kæra til kær­u­nefnd­ar jafn­rétt­is­mál­a,“ seg­ir Auð­ur Tinn­a.

Hún seg­ir því þró­un­in­a nýja á Ís­land­i og bend­ir á í þess­u sam­heng­i að að­eins í febr­ú­ar á þess­u ári hafi ver­ið af­num­in regl­a í lög­um um op­in­ber­a starfs­menn að það væri meg­in­regl­a að það ætti að vera ís­lensk­ur rík­is­borg­ar­i ætti að sinn­a ís­lensk­u starf­i.

„Það hef­ur ver­ið sprengj­a inn­flytj­end­a hér á land­i, en fjöld­inn hef­ur tvö­fald­ast á síð­ust­u sex árum og það er að­eins nú sem stjórn­völd eru að upp­fær­a lög­in og regl­ur í kring­um þett­a,“ seg­ir Auð­ur Tinn­a.

Breytingu á Jafnréttisstofu fylgdi ekki fjármagn

Claud­i­e seg­ir að þrátt fyr­ir að lög­um hafi ver­ið breytt og hlut­verk Jafn­rétt­is­stof­u út­víkk­að þá hafi því ekki fylgt fjár­magn sem þarf í fjár­lög­um og seg­ir hún að Jafn­rétt­is­stof­a hafi sjálf bent á að þeim skort­i fjár­magn t il að upp­fyll­a þett­a hlut­verk. Fjár­magn hafi ver­ið veitt til inn­leið­ing­ar í fyrr­a, en í ár hafi vant­að fjár­magn fyr­ir fram­kvæmd lag­ann­a og eft­ir­lit­i með því.

„En þett­a sýn­ir hver for­gang­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar er þeg­ar lit­ið er til jafn­rétt­is­mál­a og þess­i hlut­i þess er það ekki,“ seg­ir Claud­i­e að lok­um.

Í skýrsl­unn­i eru ýms­ar til­lög­ur gerð­ar til úr­bót­a svo að bæði þekk­ing og hæfn­i inn­flytj­end­a nýt­ist bet­ur. Með­al þeirr­a eru ein­föld­un mats­ferl­is á er­lendr­i mennt­un og tím­a­bundn­ar já­kvæð­ar að­gerð­ir sem miða að sam­þætt­ing­u á vinn­u­mark­að­i fyr­ir inn­flytj­end­ur al­mennt sem og kon­ur af er­lend­um upp­run­a. Með­al að­gerð­a gætu þann­ig ver­ið ver­ið starfs­nám, nám­skeið í stjórn­sýsl­u­rétt­i og fram­kvæmd, brú­ar­nám­skeið sem miða að því að fá mennt­un og reynsl­u metn­a, sér­snið­in ís­lensk­u­nám­skeið og margt fleir­a.

Hægt er að kynn­a sér nið­ur­stöð­ur skýrsl­unn­ar hér á heim­a­síð­ur Rétt­ar.