Upp­lýsinga­fundur al­manna­varna­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra og em­bætti land­læknis verður klukkan 11 í dag.

Þar munu Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir og Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn fara yfir stöðu mála varðandi fram­gang CO­VID-19 far­aldursins hér á landi. Gestur fundarins verður að þessu sinni Már Kristjáns­son, yfir­læknir smit­sjúk­dóma­deildar Land­spítala.

Alls greindust fimm­tán á föstu­dag og voru af þeim þrettán í sótt­kví. Þá greindust alls fimm á laugar­dag og voru þau öll í sótt­kví.

Afléttingar kynntar í næstu viku

Víðir Reynis­son sagði í gær frá því að hann teldi lík­legt að hægt verði að kynna til­slakanir í næstu viku