Upplýsingafundur almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis verður klukkan 11 í dag.
Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Gestur fundarins verður að þessu sinni Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala.
Alls greindust fimmtán á föstudag og voru af þeim þrettán í sóttkví. Þá greindust alls fimm á laugardag og voru þau öll í sóttkví.
Afléttingar kynntar í næstu viku
Víðir Reynisson sagði í gær frá því að hann teldi líklegt að hægt verði að kynna tilslakanir í næstu viku