Í dag kvað Hæsti­réttur upp dóm í máli gegn Manúelu Ósk Harðardóttur sem flutti með tvö börn til Bandaríkjanna án leyfis og vitundar barns­feðranna. Manúela var á­kærð fyrir brot gegn 193. grein hegningar­laga um sviptingu for­eldra valdi eða um­sjá yfir barni.

Manúela hafði áður verið sýknuð í bæði héraðs­dómi sem og Lands­rétti en ríkisak­sóknari skaut málinu til Hæsta­réttar nú í sumar. Hæsti­réttur hefur nú kveðið upp dóm sinn og stað­fest fyrri dóma.

Hún hefur því verið sýknuð í þrí­gang.

Í dómi Hæsta­réttar segir að réttur for­eldris með lög­heimili barnanna þyki ríkari til þess að taka á­kvarðanir um mál­efni barna sinna. Þá þótti ó­um­deilt að lög­heimili barnanna væri heima hjá Manúelu í kjölfar sambandsslita hennar og barnsfeðra sinna.

Athygli vekur að allir dómarar Hæstaréttar sögðu sig frá málinu. Í stað þeirra komu fimm fyrrverandi dómarar við Hæstarétt.

Hér má sjá dóm Hæstaréttar í heild sinni.