Heilbrigðisyfirvöld í Beijing tilkynntu í dag að það væri kominn einn mánuður síðan manneskja í Kina hefði látið lífið af völdum COVID-19 í landinu.

Talið er að kórónaveiran hafi sprottið upp í Wuhan í Kína og varð Kína fyrsta landið sem fann fyrir áhrifum faraldursins.

Af þeim 82.933 sem hafa greinst með veiruna í Kína hafa 4633 látið lífið en nú hefur enginn látið lífið síðan 14. apríl af völdum COVID-19.

Á sama tíma hefur kínverskum stjórnvöldum tekist að hindra að mestu leyti útbreiðslu veirunnar. Ef litið er til sömu dagsetningar hafa 629 greinst með veiruna á þessum mánuð, þar af fjórir í gær.

Lengi vel var Kína í sérflokki þegar kom að fjölda smita en í dag hafa stjórnvöld náð að stöðva hraðan vöxt veirunnar..

Alls hafa tíu lönd staðfest fleiri tilfelli en Kína og eru aðeins 91 virk smit í Kína í dag.