Ní­bur­ar sem kona frá Malí fædd­i í Mar­okk­ó í síðustu viku verð­a í tvo eða þrjá mán­uð­i í hit­a­kass­a að sögn Yo­uss­ef Ala­o­u­i, próf­ess­ors og fram­kvæmd­a­stjór­a, lækn­ing­a­stof­unn­ar Ain Borj­a þar sem börn­in komu í heim­inn.

Hinn­i 25 ára göml­u móð­ur Hal­i­ma Cis­sé heils­ast að hans sögn vel og börn­un­um, fimm stúlk­um og fjór­um drengj­um, söm­u­leið­is. Þau voru mill­i 500 grömm og eitt kíló að þyngd við fæð­ing­u.

Cis­sé var geng­ið 25 vik­ur á leið þeg­ar hún var lögð inn á lækn­ing­a­stof­un­a en hún var flutt þang­að eft­ir að stjórn­völd í heim­a­land­i henn­ar mátu það svo að ör­ugg­ast væri að flytj­a hana þang­að til að tryggj­a að hún feng­i best­u mög­u­leg­u lækn­is­þjón­ust­u.

Lækn­um tókst að fram­lengj­a með­göng­un­a í 30 vik­ur en þeg­ar hún kom til Mar­okk­ó glímd­i hún við blæð­ing­ar sem tókst að stöðv­a. Ala­o­u­i seg­ist ekki vita til þess að Cis­sé hafi und­ir­geng­ist frjó­sem­is­með­ferð er hún var ó­létt.

Tíu lækn­ar og 25 sjúkr­a­lið­ar tóku þátt í fæð­ing­unn­i og voru börn­in tek­in með keis­ar­a­skurð­i en við óm­skoð­an­ir höfð­u lækn­ar ein­ung­is kom­ið auga á sjö börn og því kom fjöld­inn þeim í opna skjöld­u.

„Guð gaf okk­ur þess­i börn. Hann er sá sem á­kveð­ur hvað mun ger­ast. Ég hef eng­ar á­hyggj­ur af því. Þeg­ar hinn al­mátt­ug­i ger­ir eitt­hvað veit hann á­stæð­un­a,“ seg­ir eig­in­mað­ur Cis­sé, Kad­er Arby. Hann var ekki við­stadd­ur fæð­ing­un­a og er stadd­ur í Malí á­samt eldri dótt­ur þeirr­a hjón­a.

Þett­a er ekki í fyrst­a skipt­i sem kona fæð­ir ní­bur­a. Það gerð­ist í Ástral­í­u árið 1971 og í Mal­as­í­u árið 1999 en í hvor­ug­u til­fell­i lifð­u börn­in leng­ur en í nokkr­a daga.

Ní­bur­un­um og móð­ur þeirr­a heils­ast vel eft­ir fæð­ing­un­a
Fréttablaðið/EPA