Tónlistarmaðurinn Marilyn Manson hefur gefið sig fram við lögreglu vegna handtökuskipunar sem var gefin út árið 2019 í New Hampshire, Bandaríkjunum.

Lög­regla rann­sakar líkams­á­rás á tón­leikum Manson í Gil­ford árið 2019 en verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér nokkurra mánaða fangelsisvist og tvö þúsund dala sekt. Líkt og Fréttablaðið hefur áður greint frá hafa um­boðs­menn söngvarans vitað af hand­töku­skipuninni í nokkurn tíma. Málið varðar tvö ofbeldisbrot og tengjast ekki meintum kynferðisbrotum.

Að sögn CBS var Manson sleppt að lokinni skýrslutöku og honum skylt að mæta fyrir dómara í Laconia í New Hampsire.

Sakaður um kynferðislegt ofbeldi

Man­son var fyrir nokkru sakaður um að hafa mis­­notað fyrrverandi kærustu sína, leikkonuna Evan Rachel Wood, og hafa síðan fleiri konur stigið fram og lýst mis­­notkun og sak­næmri hegðun af hans hálfu.

Þá hefur fyrrverandi að­stoðar­kona söngvarans, Ashley Walters, á­kært hann fyrir kyn­ferðis­brot. Man­son hefur neitað sök og segist ætíð hafa fengið sam­þykki fyrir nánum kynnum. Þá þver­tekur hann fyrir að hafa brotið á Walters á nokkurn hátt

Banda­ríska söng­konan Phoebe Brid­gers greindi einnig frá því að Mari­lyn Man­son hafi kallað á­kveðið her­bergi á heimili sínu „nauðgungar-her­bergið“ í hennar viður­vist fyrir nokkrum árum.

„Ég fór á heimili Mari­lyn Man­son þegar ég var táningur með nokkrum vinum. Ég var mikill að­dáandi,“ segir Brid­gers. „Hann vísaði í eitt her­bergi í húsinu sínu sem „naugðunar-her­bergi.“ Ég hélt að þetta væri bara hrylli­legi karl­rembu húmorinn hans,“ Brid­gers kveðst standa með þeim konum sem hafa stigið fram.