Aðra vikuna í röð átti sér stað sprengjuárás í Afganistan þar sem tugir manna létust við föstudagsbænastund í mosku þar í landi. Árásin átti sér stað sama dag og hópur ISIS á Khorasan svæðinu, ISIS-K, lýsti yfir að hann bæri ábyrgð á sambærilegri árás í borginni Kunduz, þar sem að minnsta kosti fimmtíu manns létu lífið í síðustu viku.

Hafiz Sayeed, leiðtogi menningar- og upplýsingaráðuneytis talíbana í Kandahar, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að að minnsta kosti 47 hefðu látist í árásinni og sjötíu væru særðir, en það gæti fjölgað í þeim hópi á næstu dögum.

Sjónvarvottar lýstu í samtali við fréttastofu AFP að líklegast hefðu þrír eða fjórir menn verið að verki í gær. Sjálfsmorðssprenging við öryggishlið moskunnar gerði vígamönnum kleift að komast inn í moskuna, þar sem þeir sprengdu sjálfa sig einnig. Annar sjónarvottur taldi sig hafa heyrt sprengingu þar trúariðkendur þvoðu sér fyrir bænastund.

Árásin átti sér stað í moskunni Bibi Fatima, sem er fjölmennasta moska sjíamúslima í Kunduz sem er næstfjölmennasta borgin í Afganistan á eftir Kabúl. Yfirleitt eru um fimm hundruð samankomnir á bænastundum sem þessum.

Stjórnvöld í Afganistan lýstu því yfir eftir árásina í Kunduz í síðustu viku að einstaklingarnir sem væru ábyrgir fyrir árásinni yrðu látnir svara til saka, en innanríkisráðherra Afganistan, Sayed Khosti, lýsti yfir vonbrigðum sínum með árásina og boðaði komu sérsveitar á svæðið til að rannsaka málið betur