Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði foreldrum hinnar týndu Madeleine McCann í óhag eftir að foreldrarnir kærðu yfirvöld í Portúgal fyrir að hafa ekki veitt þeim viðeigandi aðstoð og þjónustu í leit að dóttur sinni.

Foreldrarnir ákváðu að kæra eftir að lögreglumaðurinn Goncalo Amaral gaf út bók um leitina að Madeleine sem týndist árið 2007, þá rétt fyrir fjögurra ára afmæli sitt.

Í bókinni sakar Amaral foreldra Madeleine um að eiga sök á því að dóttur þeirra hafi týnst á sínum tíma

Foreldrarnir kærðu Amal á grundvelli meiðyrða en því var vísað frá á báðum dómsstigum í Portúgal sem leiddi til þess að foreldrarnir fóru með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu á grundvelli þess að þau hafi ekki fengið sanngjarna málsmeðferð.

Madeleine var ásamt foreldrum sínum í fríi í Portúgal þegar hún hvarf.

Fyrr á þessu ári fékk Christian Brucker, þýskur maður stöðu sakbornings í málinu vegna gruns lögreglu um aðild hans að hvarfi Madeleine en þýska lögreglan telur að hann hafi átt aðild að hvarfi Madeleine sem hefur ekki enn fundist.

Sjálfur hefur hann neitað sök en búið er að gera heimildarþáttaröð um aðkomu hans að málinu.