Sigrún Huld Þorgeirsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun og öldrun, segir að öldrunarþjónusta sé sumpart á villigötum hér á landi.

Hún hafnar því sem hún kallar pakkalausnir í heilbrigðiskerfinu og kallar eftir einstaklingsmiðaðri nálgun. Íslendingar búa við sorgarsögu úreltra sjúkdómsgreininga að sögn Sigrúnar.

Miklir fordómar eru gagnvart öldruðum innnan heilbrigðiskerfisins, ekki síst gagnvart þeim sem glíma við heilabilun að hennar sögn. Mannréttindabrot séu framin á heilabiluðum í stórum stíl á degi hverjum hérlendis.

Þetta kemur fram í þættinum Frísk eftir fimmtugt í umsjá Björns Þorlákssonar. Þátturinn er sýndur á Hringbraut á fimmtudagskvöldum. Sjá klippu úr þættinum hér: