Ómannaða geimfarið Artemis-1 var skotið á loft í morgun eftir nokkurra mánaða tafir. Space Launch System eldflaugin ferjaði Orion-geimfarið á braut um jörðu og þaðan mun þyngdaraflið fylgja því til tunglsins.
Geimfarið mun fljúga hring um sporbaug tunglsins áður en það snýr aftur til jarðar. Áætlað er að Orion muni lenda í Kyrrahafinu skammt frá San Diego að lokinni 25 daga ferðalagi sínu þann 11. desember.
Um borð í geimfarinu eru ýmsir skynjarar sem hafa það verkefni að mæla titring, hröðun og geislun innanborðs í hylkinu. Markmiðið verður að meta hvernig Orion mun mögulega standa sig árið 2024 þegar Artemis-2 mun ferja sína fyrstu áhöfn á sporbraut um tunglið. Ári seinna mun Artemis-3 lenda mönnuðu geimfari á yfirborð tunglsins í fyrsta sinn síðan 1972.
Artemis I er öflugasta eldflaug sögunnar og er hún nefnd í höfuðið á forngrísku gyðjunni Artemis sem naut mikilla vinsælda í Grikklandi hinu forna. Verkefnið mun einnig ferja fyrsta kvenkyns geimfara til tunglsins og mun teymið rannsaka þá möguleika um að nota tunglið sem stökkpall til að halda lengra út í geim.