Í dag fór fram stofn­fundur nýs Sam­starfs­vett­vangs um lofts­lags­mál og grænar lausnir. Hlut­verk vett­vangsins er þrí­þætt. Það er, í fyrsta lagi, að efla sam­starf at­vinnu­lífs og stjórn­valda við að draga úr losun gróður­húsa­loft­tegunda og stuðla að kol­efnis­hlut­leysi árið 2040. Í öðru lagi mun vett­vangurinn vinna með fyrir­tækjum að markaðs­setningu grænna lausna á al­þjóða­markaði. Í þriðja lagi er vett­vangnum ætlað að styðja við orð­spor Ís­lands sem leiðandi lands á sviði sjálf­bærni.

Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra, var við­stödd stofn­fundinn og flutti fundinum á­varp. Hún sagði mann­kynið í kapp­hlaupi við tímann og að far­sæld þjóða heimsins muni ráðast af því hvernig muni takast að draga úr út­blæstri gróður­húsa­loft­tegunda, auka kol­efnis­bindingu og ná árangri í bar­áttunni gegn lofts­lags­vánni.

„Þá mun líka skipta miklu máli hvernig sam­fé­lög takast á við af­leiðingar þeirra lofts­lags­breytinga sem munu verða. Í sam­starfi at­vinnu­lífs og stjórn­valda þurfum við að lág­marka kol­efnis­spor þeirrar vöru og þjónustu sem við bjóðum upp á, bæði hér heima fyrir og á er­lendum mörkuðum. Sam­starfs­vett­vangur at­vinnu­lífs og stjórn­valda um grænar lausnir er inn­blásinn af bjart­sýnis- og sóknar­anda gagn­vart stórri á­skorun og trú á ný­sköpun,” sagði Katrín á fundinum.

Mikill fjöldi var samankominn á stofnfundinum.
Mynd/Íslandsstofa

Atvinnulífið styðji kolefnishlutleysi

Fram kemur í til­kynningu að Hall­dór Benja­mín Þor­bergs­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífsins, sagði í á­varpi sínu að grænar lausnir sem hafi sprottið upp í fyrir­tækjum landsins skapi ó­mæld út­flutnings­verð­mæti.

„At­vinnu­lífið styður ein­dregið mark­mið um kol­efnis­hlut­leysi hér á landi bæði með því að draga úr losun kol­efnis og að auka bindingu þess í jarð­lögum og gróðri.”

Að sam­starfs­vett­vanginum standa for­sætis­ráðu­neytið, um­hverfis- og auð­linda­ráðu­neytið, utan­ríkis­ráðu­neytið og at­vinnu­vega- og ný­sköpunar­ráðu­neytið; Sam­tök at­vinnu­lífsins, Sam­tök iðnaðarins, Samorka, Orku­klasinn, Við­skipta­ráð Ís­lands, Bænda­sam­tök Ís­lands, há­skólar og Ís­lands­stofa, auk fjölda fyrir­tækja.

Sam­starfs­vett­vangurinn er hýstur innan Ís­lands­stofu og vinnur í nánu sam­starfi við hana.