Þúsundir manna verða bólu­settir gegn CO­VID-19 í Laugar­dals­höll í dag, þar sem bólu­setning ár­ganga af handa­hófi heldur á­fram af fullum krafti.

Þegar ljós­myndara Frétta­blaðsins bar að garði var röð að höllinni út í Laugar­dalinn. Þá er nú einnig bólu­sett frammi á gangi í höllinni, svo margir þurfa að komast að í sprautu.

Í dag er bólu­sett með bólu­efni Pfizer. Þá er auk þess seinni bólu­setning og haldið á­fram með handa­hófs aldurs­hópa. Bólu­sett er frá 9:00 í morgun til 15.00 nú síð­degis.

Búið er að boða karla 1978, 1979, 1993, 1992, 1983 og konur 1984, 1978, 1998, 1986. Þau sem til­heyra þessum hópum en hafa ekki fengið boð geta komið, að því er segir á vef Heilsu­gæslunnar.

Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink
Fréttablaðið/Anton Brink