Sam­kvæmt Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna munu 386.000 börn fæðast í dag. Þau bætast við þær 7.795 milljónir sem nú lifa. Okkur fjölgar hratt og því finnur um­hverfið fyrir.

Á­hrif mann­fjölgunar á um­hverfis­mál og náttúru­vernd eru ó­um­deild, en eru sjaldnast rædd. Þótt hnatt­ræn hlýnun sé eitt stærsta verk­efni sam­tíðarinnar skal ekki dregið úr mikil­vægi þess að hugað sé að um­hverfis­á­hrifum fjölgunar jarðar­búa.

Mann­fjölgunin ræðst af barns­fæðingum og dauðs­föllum. Á hverju ári fæðast 140 milljón manns og um 58 milljónir kveðja jarð­vistina. Það þýðir fjölgun um 82 milljónir á ári. Þótt mörg börn lifi verður fyrsta vika tveggja milljóna ný­bura líka þeirra síðasta.

Undan­farna tvo ára­tugi hefur heimurinn séð áður ó­þekkta fram­för í að börn lifi frum­bernskuna af. Bætt heilsa fjölgar í­búum og dregur úr dánar­tíðni. Á móti kemur að í mörgum ríkjum eignast konur færri börn. Að endingu eru líkur á að það dragi veru­lega úr örri fólks­fjölgun á heims­vísu.

Mann­fjölda­sprenging

Mestan hluta sögu mann­kyns fjölgaði í­búum svo hægt að jaðraði við kyrr­stöðu. Frá Krists­burði til ársins 1700 fór mann­fjöldi úr um 200 milljónum í um 600 milljónir. Árið 1800 náði mann­kyn varla einum milljarði. En með iðn­byltingunni varð sprenging í í­búa­fjölda. Fyrst í Bret­landi og Banda­ríkjunum, þá í öðrum ríkjum Evrópu og að lokum í Asíu. Í árs­lok 1920 urðu jarðar­búar tveir milljarðar að tölu. Þeir náðu þremur milljörðum í kringum 1960 og fjórum milljörðum árið 1975. Síðan þá hefur fjöldi jarðar­búa nærri tvö­faldast.

Sam­einuðu þjóðirnar á­ætla að árið 2100 verði jarðar­búar um 10.875 milljónir. Þá hafi hin mikla fólks­fjölgun náð há­marki sínu.

Auð­vitað verður fjölgun afar mis­munandi eftir heims­svæðum og ríkjum. Meðan fjölgar á sumum svæðum gríðar­hratt mun í­búa­fjöldi annarra svæða dragast saman. Þannig er á­ætlað að í­búar Afríku, sem í dag eru um 1,3 milljarðar, verði um 4,3 milljarðar í lok aldar. Það eru um 39 prósent jarðar­búa.

Þessar tölur byggja á meðal­tals­spám. Eðli­lega kunna ýmsir þættir að hamla þessari miklu fjölgun. Fólks­flutningar í þétt­býli, hungur og átök um auð­lindir, heims­far­aldrar og lofts­lags­breytingar gætu haft veru­leg á­hrif.

Lýð­fræðingar hafa á­ætlað aðra sviðs­mynd. Í flestum þeirra eru megin­skila­boðin þau að fólks­fjölgun morgun­dagsins velti á því sem við gerum í dag. Þannig er til að mynda talið að aukin menntun ungra Afríku­búa, ekki síst stúlkna, sé ein­hver mikil­vægasti á­hrifa­þáttur á fjölgun mann­kyns. Til að draga úr vexti skipti mjög miklu máli að stúlkur hljóti menntun og verði virkir sam­fé­lags­þátt­tak­endur, í stað barn­eigna frá unga aldri og að þær lendi í fá­tæktar­gildru sakir menntunar­skorts. Með þeim hætti gætu þær öðlast sjálf­stæði og haft fram­færslu á efri árum af eigin ramm­leik, í stað þess að reiða sig ein­göngu á af­kom­endur.

Mann­fjölgunin gengur sí­fellt hraðar á vist­kerfi jarðar. Henni fylgir meiri neysla, minna pláss, meiri mengun og stöðugt er gengið á bú­setu­svæði villtra dýra.

Gengið er hraðar á auð­lindir

Allt fólk þarf að fæða og klæða. Mat­væla- og land­búnaðar­stofnun Sam­einuðu þjóðanna (FAO) hefur varað við þvíað heimurinn muni eiga í vand­ræðum með fæðu­öflun á komandi ára­tugum, nema ráðist verði í „meiri­háttar um­breytingar“ á fram­leiðslu matar og dreifingu.

Stofnunin á­ætlar að ef metta eigi 10 milljarða árið 2050 þurfi land­búnaðar­fram­leiðsla að aukast um 50 prósent. Á sama tíma og þeim fækkar sem stunda land­búnað. Árið 2050 munu 70 prósent íbúa heimsins búa í þétt­býli. Aukin hag­sæld ríkja á borð við Kína og Ind­land eykur eftir­spurn eftir kjöti, eggjum og mjólkur­af­urðum og þrýstir á ræktun korns og soja­bauna til eldis naut­gripa, svína og hænsna. Til að mæta þessu þarf sí­fellda ný­rækt. Því er ákaft sótt að auð­lindum heimsins.

Í stað þess að krefjast meira af land­búnaði, ryðja land og rækta, verður að finna jafn­vægi við matarfram­leiðslu komandi kyn­slóða. Einungis þannig er hægt að bregðast við for­dæma­lausum á­skorunum um fæðu­öryggi og um­hverfis­vernd.

Sam­kvæmt Barna­hjálp Sam­einuðu þjóðanna munu 386.000 börn fæðast í dag. Þau bætast við þær 7.795 milljónir sem nú lifa.
UNICEF/Njiokiktjien

Yfir­dráttar­dagur jarðar

Að mati ýmissa al­þjóða­sam­taka á sviði um­hverfis­verndar og verndunar vist­kerfisins er á­gengni mann­kynsins á auð­lindir komin fram úr því sem náttúran ber.

Þessi á­gengni ræðst af fjórum megin­þáttum: Fram­leiðslu­getu vist­kerfis náttúrunnar; skil­virkni fram­leiðslunnar; neyslu; og síðast en ekki síst, mann­fjölda.

Aukin tækni og öflugri að­föng hafa aukið fram­leiðni, en það svarar ekki kröfum um auknar auð­lindir og fjölgun jarðar­búa.

Á hverju ári að haldinn svo­kallaður „Yfir­dráttar­dagur jarðar“ (e. Earth Overs­hoot day). Það er sá dagur þegar mann­kynið, sam­kvæmt út­reikningum sam­takanna Global Foot­print Network, hefur full­nýtt þær auð­lindir sem jörðin getur endur­nýjað á einu ári. Eftir þann dag er mann­kynið komið í skuld við náttúruna og plánetuna.

Dag­setningin fæst með því að bera saman ár­lega neyslu og kol­efnis­spor mann­kyns og getu jarðar til endur­nýjunar auð­linda, það árið. Að auki er tekið með í reikninginn hversu skað­leg á­hrif mann­kynið hefur á náttúruna hverju sinni.

Sam­tökin hafa reiknað út þennan dag ár­lega frá árinu 1970 og færist hann á hverju ári nær byrjun ársins. Við fyrstu mælingar var dagurinn þann 29. desember, árið 1990 var hann 11. októ­ber, og árið 2010 var það 8 ágúst. Á síðasta ári var dagurinn 29. júlí, sem þýðir að við nýtum auð­lindir jarðarinnar 1,75 sinnum hraðar en hún endur­nýjar þær.

Auð­vitað má deila um slíka út­reikninga, en þetta gefur engu að síður nokkra mynd af því hvert stefnir. Aukin mann­fjölgun gengur sí­fellt hraðar á vist­kerfi jarðar. Aukinni fjölgun fylgir neysla, minna pláss, meiri mengun og stöðugt er gengið á bú­setu­svæði villi­dýra.

Sú­mötru ó­rangútan er eitt þeirra tug­þúsunda dýra sem eru á rauðum vá­lista Al­þjóð­legu náttúru­verndar­sam­takanna. Sí­fellt þrengir að Sú­mötru ó­rangút­önunum vegna skógar­höggs, um­breytingar skógar í ræktar­land, sem og vega­gerð.
EPA / Hotli Simanjuntak

Líf­fræði­legri fjöl­breytni ógnað

Líf­fræði­leg fjöl­breytni er for­senda til­vistar mann­kyns. Við nýtum á­kveðnar tegundir sem byggja á flókinni náttúru­keðju. Fjöl­breytt vist­kerfi, á borð við regn­skóga, eru undir­staða alls lífs á jörðu.

En æ fleiri dýra- og plöntu­tegundir hafa verið of­nýttar, eða út­rýmt. Hnignun vist­kerfaverður einnig rakin til mengunar, notkunar eitur­efna og lofts­lags­breytinga. Ein stærsta ógn við fjöl­breytni vist­kerfa er skerðing náttúru­legra bú­svæða, þegar meira jarð­næði er nýtt af manna­völdum. Minna rými verður fyrir tegundir sem við deilum líf­ríki jarðar með. Af­leiðingin er hnignun vist­kerfa og minni líf­fræði­leg fjöl­breytni. Eftir því sem vist­kerfi eru ein­faldari verða þau við­kvæmari fyrir ytri ógn, eins og flóðum eða pestum.

Al­þjóða­n­áttúru­verndar­sjóðurinn (WWF) hefur á­ætlað að 60 prósent villtra hrygg­dýra hafi tapast frá árinu 1970. Meira en helmingur allra fugla, spen­dýra, skrið­dýra, frosk­dýra og fiska hvarf á að­eins 50 árum. Hjá hrygg­leysingjunum gengur ekki betur.

Al­þjóð­legu náttúru­verndar­sam­tökin (IUCN), al­þjóða­stofnun sem helgar sig vernd náttúru­auð­linda, hafa frá árinu 1964 haldið úti svo­kölluðum „rauðum lista“ yfir þær líf­verur sem vá er talin steðja að. Þetta er í dag virtasta upp­lýsinga­veita heims um al­þjóð­lega náttúru­verndar­stöðu dýra, sveppa og plöntu­tegunda. Sam­tökin segja að nú séu meira en 31.000 tegundir í út­rýmingar­hættu. Það eru 27 prósent allra þeirra tegunda sem metnar hafa verið.

Að auki sé maðurinn að breyta líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika á annan veg. Í dag er talið að um 4-12 prósent fugla séu kjúk­lingar og aðrir ali­fuglar, en miðað við líf­massa eru þeir 70 prósent allra fugla.

Loftslagsverkfall í miðbæ Maastricht í Hollandi haustið 2019, þar sem krafist var aðgerða í loftslagsmálum.
EPA / Marcel Van Hoorn

Mikil mann­fjölgun er því á­stæða þess að um­hverfis­mál og náttúru­vernd skyldu sett í for­grunn. Þótt hnatt­ræn hlýnun sé eitt mikil­vægasta verk­efni okkar tíma, má ekki draga úr því að hugað sé að um­hverfis­á­hrifum mann­fjölgunar.