Mannanafnanefnd hefur birt úrskurði frá 1. júlí um íslensk mannanöfn. Sex ný nöfn voru samþykkt en tveimur hafnað.

Nöfnin Nýdönsk, Lillín, Eló, Álfkell, Joseph og Margaret voru samþykkt og skulu vera færð á mannafnaskrá.

Nafngiftin hefur ef til vill orðið til vegna aðdáunar foreldranna á hljómsveitinni Nýdönsk.

Nafninu Ólasteina var hafnað á grundvelli þess að það fari gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Ekki sé hefð fyrir því að fyrri liður samsetts nafns fallbeygist, aðeins sá síðari, og því brjóti Ólasteina (ef. Ólusteinu) í bág við íslenskt málkerfi.

Þá hafnaði nefndin beiðni um nafnið Kamban millinafn þar sem nafnið telst vera ættarnafn í skilningi mannanafnalaga.