Manna­nafna­nefnd hefur hafnað nöfnunum Alpha, Aqu­amann, Esjarr, Alia, Ala­ia og Ailsa en sam­þykkt nöfnin Við­ey og Alaía. Í úr­skurði má sjá hvers vegna nöfnunum er hafnað og má sem dæmi nefna að nefndin telur ekki tækt að heimila Aqu­amann vegna þess að það sé ekki í sam­ræmi við al­mennar ritreglur ís­lensks máls þar sem bók­stafurinn q er ekki hluti af ís­lenska staf­rófinu og þar sem u er ekki ritað á undan a í ó­sam­settum orðum í ís­lensku.

Þá er nafnið Alpha ekki heldur talið í sam­ræmi við ritreglur ís­lensks máls og vísað til þess að ekki sé hefð fyrir því að rita ph fyrir hljóð­gildið f. Nafninu Esjarr er hafnað á þeim grund­velli að það sé ekki í sam­ræmi við al­mennar ritreglur.

Þá er nafnið Alaía heimilað en ekki Ala­ia og eins nafnið Alía en ekki Alia.

Hægt er að kynna sér úr­skurði nefndarinnar hér.