Bandaríkin

Mana­fort játar sök og hyggst vinna með Mueller

​Paul Mana­fort, fyrr­verandi kosninga­stjóri Donalds Trump, hefur játað sök í tveimur á­kæru­liðum af sjö en hann er á­kærður fyrir sam­særi gegn Banda­ríkja­stjórn.

Paul Manafort. Nordicphotos/AFP

Paul Mana­fort, fyrr­verandi kosninga­stjóri Donalds Trump, hefur játað sök í tveimur á­kæru­liðum af sjö en hann er á­kærður fyrir sam­særi gegn Banda­ríkja­stjórn. Fjöl­miðlar vestan­hafs greina nú frá því að Mana­fort hafi samið við Robert Mueller, sér­stakan sak­sóknara í rann­sókn á af­skiptum Rússa í tengslum við for­seta­kosningarnar 2016. 

Eiga Mueller og hans fólk að hafa sam­þykkt að fella hinar kærurnar fimm gegn því að hann játaði sig sekan um föður­lands­svik og fyrir að hafa hindrað fram­gang rétt­vísinnar. 

Þannig mun hann ekki þurfa að sitja önnur réttar­höld en Mana­fort var í síðasta mánuði sak­felldur fyrir peninga­þvætti og skatt­svik. Hann var einn af nánustu sam­starfs­mönnum Trumps í kosninga­bar­áttunni árið 2016, en for­setinn hefur undan­farið reynt að slíta tengslum við hann og fjarlægjast eftir að hann var sóttur til saka.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Manafort sekur um skattalagabrot

Bandaríkin

Trump- liðar ákærðir fyrir tólf lögbrot

Bandaríkin

Feng­ið líf­láts­hót­an­ir eft­ir að hafa stig­ið fram

Auglýsing

Nýjast

For­­dæm­ir „morð­­æf­ing­ar“ NATO í Sand­­vík

Hundruð hermanna æfa í Sandvík

Mikill áhugi Kínverja vekur vonir á Kópaskeri

Sátt um kjarnorkulausan Kóreuskaga

Gular viðvaranir í gildi næstu þrjá daga

Rændu far­angri er­lendra ferða­manna í mið­bænum

Auglýsing