Tíma­ritið MAN, sem gefið hefur verið út af út­gáfu­fé­laginu Mantra ehf frá árinu 2013, hefur hætt út­gáfu. Desember tölu­blað tíma­ritsins, þar sem Eliza Reid for­seta­frú prýddi for­síðuna, var síðasta tölu­blað út­gáfunnar. Þetta kemur fram í til­kynningu frá út­gáfunni.

„Það er auð­vitað sárt að þurfa að hætta út­gáfu þess sem að okkar mati hefur verið eitt vandaðasta tíma­rit landsins en sökum erfiðs rekstrar­um­hverfis sjáum við þá leið eina færa,“ segir Auður Hún­fjörð, fram­kvæmda­stjóri út­gáfunnar, í til­kynningunni, en fé­lagið var rekið af henni og Björk Eiðs­dóttur, rit­stjóra blaðsins.

„Þó svo að tíma­ritið hafi fengið frá­bærar mót­tökur eru að­stæður til slíkrar út­gáfu hér á landi, á þessum litla markaði, því miður nánast ó­mögu­legar og fara síst batnandi. Við höfum frá degi eitt haft allt undir og reynt að láta reksturinn ganga upp, með því að vinna sjálfar allt það sem við gátum og skera niður þar sem hægt er án þess að það bitni á gæðum. Við alla vega reyndum allt sem við gátum og göngum að því leyti sáttar frá borði, þó svo að þetta sé ekki sárs­auka­laust,“ segir Björk.

MAN HÆTTIR ÚTGÁFU! Við þökkum hjartanlega lesturinn, áhugann, áskriftirnar og stuðninginn undanfarin fimm ár. Án þessa...

Posted by MAN magasín on Monday, January 7, 2019