For­sætis­ráð­herra Kanada, Justin Tru­deau, hefur nú viður­kennt að hann muni ekki hversu oft hann hafi málað and­lit sitt svart [e. black­face]. Greint var frá því fyrr í dag að árið 2001 málaði hann and­lit sitt svart fyrir búninga­partý.

Hann átti þá að vera Alladín. Mynd af Tru­deau í múnderingunni fór víða í gær og í dag. Hann baðst af­sökunar á því að hafa klætt sig upp með þessum hætti. Hann sagði búninginn ýta undir kyn­þátta­hatur og sagði að hann hefði átt að vita betur. Greint er frá á BBC.

Síðan þá hafa fleiri myndum og mynd­skeiði af Tru­deau með slíka and­lits­málningu verið birt. Mynd­skeiðið er frá 10. ára­tugnum og má í því sjá Tru­deau hlæja, lyfta höndum sínum á loft og stinga tungunni út úr sér. Bæði and­lit hans og hand­leggir eru málaðir svartir.

Hefur áhrif á endurkjör

Birtingin er talin hafa haft tals­verð á­hrif á kosninga­bar­áttu hans en hann berst nú fyrir endur­kjöri sem for­sætis­ráð­herra landsins. Kosningarnar fara fram í októ­ber. Myndirnar eru al­mennt taldar mjög vand­ræða­legar fyrir for­sætis­ráð­herrann sem á­vallt hefur gefið sig út fyrir að vera mikill tals­maður fé­lags­legs jafn­réttis og fjöl­breyti­leika.

„Black­face“ eða að mála and­lit sitt og líkama svart var áður mjög al­gengt en í því felst að fólk sem ekki er svart á hörund málar sig svart eða brúnt til að líkja eftir svörtu fólki. Al­gengt var í skemmtana­iðnaði að slíkt væri gert, á kostnað svartra.