Nóttin var með afar ró­­legu móti hjá lög­­reglunni á höfuð­­borgar­­svæðinu í nótt. Fanga­­geymslur voru tómar í morgun, í fyrsta skipti að­fara­nótt sunnu­dags, svo vakt­hafandi varð­stjóri muni til.

Í til­kynningu frá lög­reglunni í gær­kvöldi segir að kvöldið hafi verið mjög ró­legt framan af og að fáir virtust vera á ferli. Í morgun kom svo önnur til­kynning frá varð­stjóra lög­reglunnar sem stað­festi að ró­leg­heitin höfðu haldið á­fram út nóttina.

Varðstjórinn segist sjálfur ekki muna til þess að fanga­geymslur hafi verið tómar að­fara­nótt sunnu­dags.

Tuttugu manna sam­komu­bann er í gildi á landinu, sem gæti skýrt ró­leg­heitin, og mega vín­veitinga­staðir ekki hafa opið lengur en til klukkan 21. Einnig var mikið hvass­veðri á höfuð­borgar­svæðinu í gær og flestir lík­lega haldið sig heima vegna þess.