Guðmundur Felix Grétarsson fékk að hitta móður sína í dag en spítalinn sem hann dvelur nú á í Lyon veitti móður hans undanþágu á sóttvarnareglum vegna COVID-19.

Þetta er í annað sinn sem Guðmundur hittir móður sína frá því að græddir voru á hann tveir handleggir þann 12. janúar en hann missti báða handleggi sína í vinnuslysi fyrir rúmum tveimur áratugum.

Í samtali við Fréttablaðið í lok janúar sagði Guðmundur að stuðningur fjölskyldunnar hafi verið ómetanlegur en hann hafði þá ekki enn fengið að sjá móður sína vegna COVID-19.

Í færslu Guðmundar um málið á Facebook segist hann vonast til þess að hann geti einnig fengið að hitta föður sinn um helgina.

Finally the hospital has made an exception to see my mom. This is the 2nd time that I meet her since the operation and...

Posted by Felix Gretarsson - Coaching on Fimmtudagur, 11. febrúar 2021