Stjórn­endur Mennta­skólans á Ísa­firði (MÍ) hafa fjar­lægt mál­verk af hjónunum Jóni Bald­vini Hannibals­syni og Bryn­dísi Schram. Málverkið hefur hangið í matsal skólans í yfir þrjá áratugi.

Það stað­festir Jón Reynir Sigur­vins­son, skóla­meistari MÍ, í sam­tali við frétta­stofu. Hann segir að á­kvörðunin hafi verið tekin eftir á­bendingar frá nem­endum og starfs­fólki um að málverkið ylli ó­þægindum. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Jón Bald­vin um að hafa brotið á sér kyn­ferðis­lega. 

Jón Bald­vin var fyrsti skóla­meistari MÍ en stöðunni gegndi hann árin 1970 til 1979. Þá gegndi Bryn­dís Schram, eigin­kona hans, stöðu skóla­meistara skólans um skeið en hún kenndi jafn­framt ensku, latínu og frönsku við skólann.

Í frétt RÚV segir að að málverkið hafi verið gjöf frá fyrsta útskriftarárgangi skólans, sem útskrifaðist árið 1974. Árgangurinn hafi fært skólanum málverkið á tíu ára stúdentsafmæli þeirra árið 1984 og það hangið í matsalnum síðan þá.