Jenile Thames, íbúí í Norður-Kaliforníu hefur ákveðið að fara í mál við Mars Inc, framleiðanda sælgætisins Skittles en hann segir það ekki hæft til neyslu vegna eiturefna.

Þetta kemur fram á vef The Guardian en skittles, sem hefur slagorðið „taste the rainbow“ eða „smakkaðu regnbogann“, inniheldur efnið títaníum díoxíð sem merkt er á pakkningu sælgætisins sem E-efnið E-171.

Sælgætið er til sölu hér á landi og er flutt inn af heildsöluversluninni INNES.

Títaníum díoxíð eða E-171 inniheldur azodicarbonamíð sem er bleikiefni sem iðulega er notað í brauði, beyglum og pizzum og öðru brauðmeti til þess að gefa hvítan lit í matvælin.

Efnið mikið notað í jóga-dýnur

Þetta efni má einnig finna í frauðplasti og er frægt fyrir að vera mikið notað í jógamottur og annað mjúkt plastefni.

E-171 er bannað innan Evrópusambandsins og bannaði meðal annars Frakkland notkun á efninu árið 2019. Mars Inc, framleiðandi skittles sagði að fyrirtækið myndi hætta notkun á efninu eftir það en heldur þó áfram að nota það í matvæli sín.

Lögsóknin byggist á því að Mars Inc sé með þessu að blekkja neytendur sína og viljandi nýti efni sem séu skaðleg fyrir manneskjur. Talsmenn Mars Inc hafa ekki viljað tjá sig málið og segja að leysa verði úr málinu fyrir rétti.