Héraðs­dómi Reykja­víkur hefur verið gert að taka aftur fyrir frá­vísunar­kröfu Jóns Bald­vins Hannibals­sonar, fyrr­verandi ráð­herra, í máli sem varðar meint kyn­ferðis­of­beldi gegn Car­men Jóhanns­dóttir. Málinu var vísað frá í héraðs­dómi þann 7. vanúar en áfrýjað til Lands­réttar.

Í úrskurði Landsréttar er bent á að úr­skurður hafi verið kveðinn upp meira en fjórum vikum eftir að mál­flutningur fór fram. Sam­kvæmt lögum á að flytja málið aftur við slíkar að­stæður nema dómari og aðrir aðilar telji það ó­þarft.

Í úr­skurði Lands­réttar kemur fram að málið hafi ekki verið flutt að nýju og að það verði ekki ráðið að aðilum máls hafi verið gefinn kostur á því. Þá segir að þeir hafi ekki lýst því yfir að ekki væri þörf á því og að dómari væri því sam­mála.
Vegna þess er úr­skurðurinn ó­merktur og málinu vísað aftur til héraðs í munn­legan mál­flutning og upp­kvaðningu úr­skurðar.

Jón Bald­vin var á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot, með því að hafa laugar­daginn 16. Júní 2018 á heimili sínu á Grenada á Spáni, strokið utan­klæða upp og niður eftir rassi Car­men, sem var gest­komandi á heimili Jóns.
Car­men krafði hann um eina milljón í miska­bætur og Jón Bald­vin krafðist frá­vísunar og máls­varnar­launa úr ríkis­sjóði.