Innlent

Mal­bikun á Suður­lands­vegi og Hellis­heiði

Malbika á um tveggja kílómetra kafla á Suðurlandsvegi og tvær akreinar á Hellisheiði. Framkvæmdum mun ljúka um klukkan 19 á Suðurlandsvegi og um miðnætti á Hellisheiði

Framkvæmdum mun ljúka um klukkan 19 á Suðurlandsvegi og um miðnætti á Hellisheiði Fréttablaðið/Eyþór

Í dag heldur Vegagerðin áfram að fræsa og malbika Suðurlandsveginn og á Hellisheiðinni. Í dag á að fræsa báðar akreinar til vesturs, um 2,1 kílómetra kafla á milli vegamóta við Þrengslaveg og Litlu Kaffistofunnar. Akreinunum verður lokað á meðan og færð á öfugan vegarhelming. Áætlað er að vinnan standi til klukkan 19 í kvöld.

Þá á einnig að malbika báðar akreinar á um tveggja kílómetra kafla á Hellisheiði til vesturs, vestan við Hellisheiðarvirkjun. Þar þarf einnig að loka akreinunum á meðan og því verður umferð beint úr hringtorgi á Hveragerði um Þrengslin. Áætlað er að þessari vinnu ljúki ekki fyrr en um miðnætti.

Á sunnudagskvöldið hefjast framkvæmdir við brúna við Ölfusá, hún verður opin á mánudag en frá mánudagskvöldi verður hún lokuð í viku. Gangandi vegfarendur munu þó geta komist um brúnna á meðan viðgerð stendur.

Þingvallavegur er enn lokaður og verður það þar til í október. Hjáleið er um Vallaveg. 

Nánari upplýsingar um lokanir vega er hægt að nálgast á heimasíðu Vegagerðarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Sjáðu hvernig Vargurinn bjargaði grindhvalnum

Skagafjörður

Sig­fús Ingi ráð­inn sveit­ar­stjór­i Skag­a­fjarð­ar

Lögreglumál

Sérsveitin send á byssumenn í Hvalfirði

Auglýsing

Nýjast

Minnst tíu látnir eft­ir að brú hrund­i í Gen­ú­a

„Hvað í fjand­an­um er­uð­i að gera?“

Ók á veg­far­endur við þing­húsið í West­min­ster

Um 100 bílar eyði­lagðir eftir hrinu í­kveikja í Sví­þjóð

Jáeindaskanni brátt tekinn í notkun á LSH

Tölu­verður verð­munur á vin­sælum skóla­töskum barna

Auglýsing