Innlent

Mal­bikun á Suður­lands­vegi og Hellis­heiði

Malbika á um tveggja kílómetra kafla á Suðurlandsvegi og tvær akreinar á Hellisheiði. Framkvæmdum mun ljúka um klukkan 19 á Suðurlandsvegi og um miðnætti á Hellisheiði

Framkvæmdum mun ljúka um klukkan 19 á Suðurlandsvegi og um miðnætti á Hellisheiði Fréttablaðið/Eyþór

Í dag heldur Vegagerðin áfram að fræsa og malbika Suðurlandsveginn og á Hellisheiðinni. Í dag á að fræsa báðar akreinar til vesturs, um 2,1 kílómetra kafla á milli vegamóta við Þrengslaveg og Litlu Kaffistofunnar. Akreinunum verður lokað á meðan og færð á öfugan vegarhelming. Áætlað er að vinnan standi til klukkan 19 í kvöld.

Þá á einnig að malbika báðar akreinar á um tveggja kílómetra kafla á Hellisheiði til vesturs, vestan við Hellisheiðarvirkjun. Þar þarf einnig að loka akreinunum á meðan og því verður umferð beint úr hringtorgi á Hveragerði um Þrengslin. Áætlað er að þessari vinnu ljúki ekki fyrr en um miðnætti.

Á sunnudagskvöldið hefjast framkvæmdir við brúna við Ölfusá, hún verður opin á mánudag en frá mánudagskvöldi verður hún lokuð í viku. Gangandi vegfarendur munu þó geta komist um brúnna á meðan viðgerð stendur.

Þingvallavegur er enn lokaður og verður það þar til í október. Hjáleið er um Vallaveg. 

Nánari upplýsingar um lokanir vega er hægt að nálgast á heimasíðu Vegagerðarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Hnífstunguárás í Kópavogi

Innlent

Tafir vegna vöru­bíls sem fór á hliðina á Holta­vörðu­heiði

Innlent

Kolfinna: „Voðalega á ég flottan pabba“

Auglýsing

Nýjast

Földu sig á klósettinu: „Ég er mjög hræddur“

Nýr BMW 7 með risagrilli

Segist ekki hafa verið beittur þrýstingi í máli Gunnars Braga

„Nú þurfa menn bara að hugsa út fyrir boxið“

Enn ekki tekist að ná drengnum úr borholunni

Dóna­skapur að verða ekki við beiðnum þing­manna um fund

Auglýsing