Innlent

Mal­bikun á Reykja­nes­braut í dag

Fræsa á hluta Reykjanebrautar í dag, búast má því við umferðartöfum á milli 7 og 15. Hálendisvegir víða um land eru að opna en vegfarendur eru beðnir að virða lokanir.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum. Fréttablaðið/Vilhelm

Á milli 7 og 15 í dag er stefnt að því að fræsa öxl á Reykjanesbraut við Innri Njarðvík, í átt að Keflavík. Þrengt verður um eina akrein og því má búast við einhverjum umferðartöfum.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin sem eru þröng og menn og tæki við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

Á sunnudag á milli 10 til 12.30 verður Krýsuvíkurvegur lokaður vegna vegna Íslandsmóts í hjólreiðum

Hálendisvegir víða að opna

Búið er að opna Kjöl, þótt hann sé ekki enn fær fólksbílum. Tvær leiðir af þremur eru opnar inn í Landmannalaugar. Á Austurlandi er opið inn í Kverkfjöll, Öskju og alveg inn að Holuhrauni.

Enn er þó akstursbann á mörgum hálendisvegum og slóðum sem enn eru viðkvæmir á meðan frost fer úr jörðu. Í tilkynningu Vegagerðarinnar eru þeir sem vilja ferðast um hálendið hvattir til að nýta sér þær leiðir sem tilbúnar eru fyrir umferð og búið er að opna formlega. Það er lögbrot að fara inn á veg fram hjá merkingum um að allur akstur sé bannaður.

Lokanir í jarðgöngum undir Breiðadalsheiði

Vegna vinnu við vatnsvarnir verður Breiðadalsleggur, til og frá Önundarfirði, lokaður yfir nóttina alla virka daga frá miðnætti til sjö. Búast má við lokunum út júní.

Hægt er að fylgjast með tilkynningum Vegagerðarinnar hér á heimasíðu þeirra.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Verðandi foreldrar geti andað léttar

Innlent

Var að taka fram­úr þegar áreksturinn varð

Innlent

Mót­mæla af­sökunar­beiðni Stein­gríms til Kjærs­ga­ar­d

Auglýsing

Nýjast

Skógareldar í Svíþjóð: „Þetta gæti versnað“

Ein kona lést í gíslatöku í Los Angeles

Fyrrverandi ráðgjafi Trump neitar samráði við Rússa

Síðustu orðin sem hún heyrði: „Taktu barnið“

Lét höfuðið hanga fram af brautar­palli

Þriggja ára drengur jafnar sig eftir sýruárás

Auglýsing